þriðjudagur, janúar 24, 2006

Lífið gengur sinn vanagang

Allt eins og það á að vera.
Fór með mömmu í leikhús á sunnudagskvöldið og komst að því að við áttum að mæta kvöldinu áður. Sumir skoða miðana sína og skrifa jafnvel í dagbók hvenær á að mæta hvert, en ekki hún ég! Keypti nýja miða á annað leikrit því heppnin var með í för og ekki uppselt. Þetta var einleikur þar sem Þór Túlíníus fór á kostum í öllum hlutverkum. Sagan var líka snilld.

Sem sagt; allt eins og það á að vera!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það verður nú aldeilis gaman þegar þú bloggar í júní "aaa man það núna átti að vera í kína djö mar of sein"

Nafnlaus sagði...

Vona bara svo innilega að amma hafi ekki haldið að leikhúsið hafi átt að vera á laugardeginum og þú þvertekið fyrir það!! þá er spurning hvor ykkar búi á réttum stað ; )
Kveðja Óléttubínan sem loksins ákvað að commenta : )