fimmtudagur, janúar 05, 2006

Starfslokasamningar


Talað var við Viðskiptasiðfræðing hjá HR í fréttunum á Stöð tvö sem sagði að neytendur gætu mótmælt starfslokasamningum fyrirtækja með því að hætta að versla við þau. Hann sagði að fákeppni væri að vísu ríkjandi á íslenskum markaði en það væri jú hægt að fljúga með fleiri en einu flugfélagi til útlanda.

Til útlanda!
Eins og það sé það eina sem skiptir máli. Ég flaug til Akureyrar um áramótin og greiddi fyrir það tæpar 16 þúsund krónur! Ég veit ekki til að ég hafi getað valið um fyrirtæki til að skipta við.

Viðskiptasiðfræðingurinn sagði frá því þegar Davíð tók peninginn sinn út úr bankanum þegar honum blöskraði kaupréttarsamningar sem bankinn gerði. Hann var kannski ekki sá eini, en það var víst hætt við þessa samninga í kjölfarið. Það eru nefnilega til fleiri en einn banki á Íslandi.

Þessi sérfræðingur að sunnan var einnig spurður að því hvort honum þætti þessir starfslokasamningar ekki háir. Hann sagðist ekki getað svarað því nema sjá þær forsendur sem að baki lægju. Þetta er náttúrulega bara grín. Hvað er maðurinn að gera með þetta bull í sjónvarpið? Mér er sama hvað hver segir og mér er sama um allar forsendur. Þrjúhundruð milljónir eru MJÖG miklir peningar. Maður hreinlega skilur ekki svona rugl.

Hættum að versla við FL Group. Strax!


Góðar stundir.

2 ummæli:

Jónína Ingibjörg sagði...

Þetta er einmitt það sem ég hugsaði þegar þessi ungi viðskiptasiðfræðingur treysti sér ekki til að tjá sig um þetta án forsendna.... hann er vitanlega bara að verja sig fyrir hugsanlegum athugasemdum í framtíðinni, vonar vitanlega að standa einhverntímann í sporum þeirra Sigurðar og Ragnhildar.

Ég hlakka mikið til þegar einhver býður mér slíkar fjárhæðir fyrir að hætta störfum... kannski verður það bara þú, Anna.... vonandi

Nafnlaus sagði...

Já elskan, þetta er bjútíið við kapitalismann.
Hlakka til að sjá þig
Kv. ÞK