
Nú er ég á Akureyri þar sem hann sonur minn hefur hreiðrað um sig ásamt heitkonu sinni.
Það er kalt á Akureyri en afskaplega stillt og fallegt veður.
Við ætlum að borða purusteik í kvöld, eða nánar tiltekið hrygg af svíni. Forrétturinn verður humar en ekki veit ég hvað er í eftirrétt. Það kemur í ljós.
Ég óska öllum gleðilegs árs 2006 og þakka fyrir samveru á liðnum árum.
Hafið það nú ljómandi gott og ekki gleyma gleðinni.
Vonandi verðið þið ekki svona á morgun!
Kveðja frá Akureyri
Engin ummæli:
Skrifa ummæli