mánudagur, febrúar 06, 2006

Frelsið er yndislegt.....

........... ég geri það sem ég vil. Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til?
Já, það gæti verið ef maður hefði bara frelsið og enga ábyrgð.
Það eru sífellt einhverjar skyldur sem þarf að inna af hendi og það er ekki óhugsandi að það séu einmitt þær sem halda manni við efnið og koma manni hjá því að verða leiður á þessu öllu saman. Stundum verður maður reyndar leiður á tilteknum verkefnum en þá þarf bara að ljúka þeim af og vinda sér í það næsta.

Köttur út í mýri
Setti upp á sér stýri
Úti er ævintýri

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl mín kæra og takk f síðast! Ég sendi þér eldheitar baráttu- og hvatningarkveðjur og hef nokkurn skilning á vandanum. Gangi þér vel með ritgerðina, mundu bara að þetta þarf ekki að vera tímamótaverk eða afstæðiskenningin endurborin í viðskiptalögfræði. Svo bíður Kína, Nína! Steinunn I