miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Ritstífla

Þjáist af ritstíflu á háu stigi. Átti að skila verkefni í gærkveldi og velti vöngum í fjóra daga, aflaði gagna í tvo daga en gat ekki með nokkru móti komið staf á blað fyrr en á síðustu stundu. Skilaði samt verkefninu en það hefði verið svo miklu betra ef ég hefði bara fengið mér rauðvín í morgunmat. Ég hefði líka gert góða hluti í munnlegu prófi um efnið, því þetta var allt í hausnum en komst bara ekki út.

Skil það núna af hverju margir meistaranna voru háðir Bakkusi bróður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe, ég þarf greinilega að prófa þetta næst þegar ég á skila verkefni, ég er nefnilega með frestunaráráttu á hæsta stigi, kannski að smá áfengi kippi því í liðinn.

Kveðja, Bogga

Jóna sagði...

Hehe miðað við ýmsa útreikninga sem ég hef heyrt frá þér kæri Drengur þá grunar mig að þú sért að tala um koníaksglÖs...;)