sunnudagur, mars 05, 2006

Meira pakk

Er að reyna að pakka skynsamlega. Kann ekki að pakka skynsamlega. Hef yfirleitt bara látið fataskápinn í tösku og rokið af stað. Núna gengur það ekki. Verð að lágmarka farangur. Ekki auðvelt. Nú má ekki skilja það sem svo að ég eigi eitthvað af fötum. Á aldrei neitt til að fara í en get samt auðveldlega fyllt tösku af drasli.
Verð að taka með mér 5 kíló af bókum. Taskan sjálf vegur 7 kíló. Þá eru aðeins eftir 8 kíló. Vigtaði eina peysu áðan og hún vóg 4 kíló. Hún fær ekki að ferðast til Kína.
London á morgun. Hlakka mikið til að fljóta þar. Shanghai á föstudag. Hlakka ekki til að fljúga í 12 tíma.

Fylgist með þessari æsandi ferðasögu.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætti erfitt með að fara til Kína. Þegar þarf að lágmarka farangur þá byrja vandamálin, það eina sem hjálpar mér það er reynslan af fjallgöngum, þar þarf sko að lágmarka. Ímyndaðu þér að þú þurfir að bera þetta allt í heilan dag, ekki taka meira en það. Þú kaupir þér bara ódýrt í Kína sem þú svo hendir áður en þú ferð þaða, eða bara hendir því eldgamla sem þú þvælist með.
Það er eitt, við Anna vorum að velta fyrir okkur hvað þú gætir gert við hann Sighvat fyrir okkur (vorum of seinar að biðja þig að taka eitthvað með til hans, okkur datt í hug jólasveinahúfa með Coca Cola merkinu og herra Ísland borða) Ég vildi gjarna að þú smelltir á hann kossi frá okkur, leggjum ekki meira á þig.
Góða ferð elskan. Kossar og knús.

Jóna sagði...

Ég var ekki búin að segja þér frá því þegar ég reyndi að troða mér í Kínakjól í himinháu númeri í Kínabúð á Kanarí. Það hafði ekki sérlega farsælan endi þar sem ég var nánast föst í flíkinni þegar ég var hálfkomin í hana. Þú verður vonandi heppnari með fataverslanir þarna úti fyrst þú mátt taka svona lítið með þér.

Hafðu það sem allra best í Kínalandinu og passaðu þig á kínversku þokkapiltunum.

Nafnlaus sagði...

Elsku kæra vinkona, ég fæ bara fyrir hjartað að heyra þessi ósköp, á að fara að flækjast til Kína komin á þennan aldur. Áttu ekki að vera að prjóna á barnabörnin núna (heyrirðu það Drengur!). Ég ætla sko að fylgjast með ferðasögunni æsilegu. Góða ferð og hafðu það gott í þessu langtlangtíbursistan.
Heiðrún heimakæra.

Nafnlaus sagði...

Góða ferð til Kína mín kæra - ég trúi því ekki að þú hafir hlaupið um allt (eins og vitstola kona) með vigtina og vigtað allar eigur þínar. Var bara tekin með fatnaður sem var 1,250 kg eða undir? Hvað varstu eiginlega lengi að vigta allt sem fór í töskuna?
Fylgist spennt með ferðasögunni og vigtinni:)Kær kveðja Hulda

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að vona að það verði sýndar góðar kvikmyndir á leiðinni til Kína svo þér leiðist ekki í þessu 12 tíma flugi og að þú náir að sofa eitthvað á leiðinni.
Góða ferð og vertu nú dugleg að skrifa frá útlandinu, ég vil fá ferskar ferðasögur allavega annan hvern dag :)
Kveðja, Bogga bróðurdóttir

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að vera að hugsa til þín síðustu daga. Vildi að ég væri í þínum sporum. Hlakka til að fá ferðasöguna í heild sinni.

Nafnlaus sagði...

Góða ferð, elsku Jónína og njóttu þín í þessu skemmtilega ævintýri - hlakka til að fylgjast með ferðasögunni... og almennum ævintýrum þínum í kínverska alþýðulýðveldinu ;)... bkv. úr sveitasælunni **