
Var að koma úr tíma í kínverskri menningu.
Alltaf athyglisvert að læra um kínverska menningu þó að kennslan sé í formi glansmyndar.
Í dag var matarmenningin tekin fyrir og við fengum að sjá myndband þar sem dæmigerður kínverskur grænmetisréttur var útbúinn.
Annað myndband, öllu athyglisverðara, sýndi mann að skera út rós úr rauðrófu. Það fannst mér flott og langar að prófa sjálf. Kannski verður það borðskreytingin á næstu jólum, rauðrófurós?
En.. ekki víst að þetta sé eins auðvelt og það leit út fyrir þarna á myndbandinu.
3 ummæli:
Þú átt eftir að taka þig einstaklega vel út, útötuð í rauðrófusafa eins og blóðugur slátrari eeeen ég væri alveg til í að vera memm. "Föndurstund með mömmu!"
Kveðja af Bifröst,
Ása
Næst fáið þið blómaskreytingar og silkiblómakynningu ...... bíddu ... eru þið ekki í háskóla?
Ein öfundsjúk sem nennir ekki að læra og vildi gjarna fá námskeið í að gera blóm úr rauðrófum
kossar og knús frá Bifröst
Næsta stig er vonandi að mála ljóð á silki og myndskreyta þau. Skólinn hér vanrækir ALLAR fagrar listir svo ég legg til að þú grípir tækifærið til að mennta þig.
Bestu kveðjur frá Helgu,
sem enn geymir úreltu samningaréttarbókina þína.
Skrifa ummæli