Það er ekkert að frétta héðan frá Shanghai.
Lífið gengur sinn vanagang en þó aðallega við ritstörf. Hef komist á ágætis skrið með ritgerðina en betur má ef duga skal! Ég er svo ótrúlega lengi að skrifa! Alveg óþolandi!
Þannig að maður gerir ekkert annað merkilegt á meðan.
Ætlaði að reyna að setja inn myndir frá Matta en netið er eitthvað leiðinlegt þannig að það gekk ekki. Kem til með að reyna það síðar ef ég tími að taka mér hlé frá ritstörfum.
Endilega sendið mér skapandi hugsanir!
Zaijian
laugardagur, apríl 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Nú er ég búin að liggja í síðunni þinni og Bigga og Matta og veit allt hvað ég er að missa af þarna í Kína fína.... búin að skoða allar myndirnar af ykkur og þið eruð alltaf jafn sæt elskurnar....
þangað til næst....;)
knús og kossar til ykkar
kv harpa
Sæl Jónína mín,
Ég fylgist grannt með þér í Kína, og það er víst þannig að hversdagsleikinn skellur á þar eins og annarsstaðar, efast samt ekki um að þú náir að krydda hann, ef ekki með neinu öðru en hnittnum tilsvörum og umræðum :-)
Ég hef ekkert skapandi að segja er í hugverka og auðkennarétti þessa stundina og er hrædd um að allt sem ég segi sem teljast gæti skapandi væri stuldur af einhverju tagi skv. fræðunum.
Kær kveðja
Kollý
Kvitt kvitt frænka bara allt fínt hér hjá okkur á skaganum 2 frænkur þínar Guðmunda og Lísa dafna vel með sínar óléttukúlur og Amman bíður spennt eftir litlu krílunum:) knús til þín í Kínaveldinu:)
Skrifa ummæli