sunnudagur, apríl 30, 2006

Þetta er Kína í dag

Kínverskur háskóli bannar kennurum að vera í stuttum pilsum

Kínverskur háskóli hefur lagt bann við því að kennarar í skólanum gangi í stuttum pilsum. Er bannið sett til þess að viðhalda ákveðinni fjarlægð milli kennara og nemenda. Hefur bannið valið miklum urg meðal kvenkynskennara við skólann. Segja þeir erfitt að átta sig hve stutt pilsið má ekki vera og eins að bannið sé brot á mannréttindum þeirra. (www.mbl.is)

Asnaðist út á hádeginu til að fá mér að borða. Það er skemmst frá því að segja að maturinn lak af mér á heimleiðinni í formi svita. Ég bráðnaði sem sagt.
Zaijian


Engin ummæli: