laugardagur, apríl 01, 2006

Ókeypis milli Íslands og Kína

Höfum uppgötvað síðu þar sem við getum náð okkur í forrit og hringt úr því ókeypis í heimasíma á Íslandi. Það þarf að kaupa sér 10 evru inneign með kreditkorti en það eyðist ekkert af henni ef maður hringir til Íslands. Það eru einhver lönd sem ekki eru ókeypis og ef maður hringir þangað eyðist af inneigninni.
Þið sem eruð heima í gamla landinu getið sem sagt fengið ykkur þetta og hringt ókeypis í gemsann minn hér í Kína. Hér er slóðin: www.voipstunt.com

Hlakka til að heyra frá ykkur og munið að ég er átta tímum á undan.

Engin ummæli: