fimmtudagur, apríl 06, 2006

Mannakjöt er herramannsmatur

Fékk eftirfarandi athugasemd frá henni Önnu Guðmundu;
"var að skoða myndirnar frá brasilíska steikhúsinu... Ertu aldrei hrædd um að vera að borða hundakjöt eða rottukjöt eða eitthvað álíka?? mannakjöt...."
Því er til að svara að ef ég væri hrædd um það þá yrði ég að hætta að borða kjöt og það er ekki eitthvað sem ég er tilbúin til. Ég held það skipti engu máli hvað maður borðar svo lengi sem maður heldur að það sé eitthvað sem maður er tilbúinn að borða. Annars höfum við lært það í tíma um kínverska menningu að hundar séu almennt ekki borðaðir í Shanghai. Það eru þá helst einhverjir sem flytja hingað að norðan sem leggja sér þá til munns. Ég veit ekki með rottur eða menn. Kannski er ég búin að borða bæði rottu og mann. Hver veit?
Annars langar mig að þakka ykkur fyrir að lesa skrifin mín og vera svona dugleg að skrifa athugasemdir. Það er vissulega hvetjandi.
Með bestu kjötkveðju frá Shangai,
Zaidjian

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

'eg get ekki séð neinn mun á því að borða hund, rottu eða svín. Er svínaket ekki talinn herramannsmatur og hvað er hundaket þá verra? Nema maður sé að borða sinn "eigins" hund, maður tæki varla þátt í því... Er ekki sagt að svínaket og mannaket séu svipuð fæða, alla vega eru báðar tegundir ruslætur en eflaust bragðast sumir menn betur en aðrir ég gæti t.d. ekki hugsað mér lærið af.... nei stopp hér! Ég greiði atkvæði með íslenska lambinu og hana nú, eða var það hen haó?
Ketkveðjur frá Langanesi

Nafnlaus sagði...

já, eftir að ég byrjaði í þessum blessaða skóla hér á Bif og kannski sérstaklega eftir kúrsa á borð við skaðabótarétt og kynninguna sem við fengum á refsirétti, er ég orðin all svakalega hrædd um mitt eigið líf - held að aðalástæðan fyrir því að ég er ekki á leið til Thailands sé sú að ég er 120% viss um að ég komi til með að drepast í flugslysi eða af fuglaflensu, eða étin af hákörlum eða bara rænt af kynóðum heimamönnum og drepin af þeim eftir að þú veist...
Þetta er svo sem ekkert ólíklegra en hvað annað, ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Það er sama hvaðan það kemur, bara ef það er gott. Varðandi hræðsluna í Önnu þá er eg komin yfir það vegna líkamlegs þroska, hún er svo ung blessunin. Mér yrði ekki rænt í 3ja heiminum því ég er einskis virði,það væri ekki hægt að selja mig fyrir gamla geit og svo væri kjötið af mér ólseigt. Og svo er ég örugglega komin með vörn fyrir öllu hugsanlegu pestafargani en ef svo ólíklega vildi til að ég dræpist úr einhverri dýrapestinni þá væri það bara allt í lagi ... hef lifað lífinu en á helling eftir.

Nafnlaus sagði...

Hvenær étur maður mann og hvenær étur maður ekki mann? Þetta er greinilega jafnsígild spurning á Rein og í Kína. Ég er í fríi í dag í vinnunni, vann laugardag nokkurn og fæ frí í dagvinnu í staðinn. Ekki að spyrja að stéttvísinni hjá manni. Mig fýsir að vita, Nína mín, hvort þú hafir farið í Kínabíó og þá hvort þeir hafi poppkorn þarna og hvort þú heyrir e-a tónlist eða útvarp? Ég var rétt í þessu að hlusta á RÚV, þáttinn Vítt og breitt, fínn þáttur, m.a. fjallað um íslenskt mál, svo lék Elvis lokalagið sem fjallaði um heillagrip nokkurn. Rás 1 og 2 veita gríðarlegt frelsi frá síbylju, auglýsingum og vinsældalistum útvarpsstöðvanna sem kalla sig frjálsar en stunda í rauninni heilaþvott og lauma inn lúmskum áróðri. Ég vil engar breytingar á RÚV, það á að vera gamalt og gott. Og nú er útvarpssagan að byrja, veriði sæl!