þriðjudagur, apríl 04, 2006

Þrumur og eldingar

Sit hér í rúminu mínu, búin að gera heimaverkefnið í kínversku, skrifa nokkur orð um stjórnsýslufordæmi og er að fara að sofa. Það glampar öðru hvoru inn um gluggann í gegnum gardínuna og þrumar inn um hljóðhimnuna. Já, það eru þrumur og eldingar úti og þær ekkert í minni kantinum.
Það var allsvakalega heitt í dag. Ég hélt að ég bráðnaði en því miður þá held ég að ég sé öll hér enn. Það fór svo að rigna seinnipartinn og nú í kvöld byrjaði þrumuveðrið. Ég fór í sturtu áðan, veitti ekki af eftir heitan daginn, en þá var allt í einu æpt á mig framan af ganginum; "Það má ekki fara í sturtu í þrumuveðri"
Hvernig í veröldinni átti ég, Íslendingurinn að vita það? Nú ég bara flýtti mér að skola af mér sápuna og skrúfa fyrir vatnið svo ég fengi nú ekki í mig eldingu, allsber í sturtunni.

Góða nótt kæru lesendur

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég væri nú alveg til í svona hita hingað til Íslands, það er bara allt þakið snjó hér á Bifröst.
Svo er málsvörn hjá mér á morgun, þú öfundar mig örugglega voða mikið.... eða kannski ekki ;)
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt, ég vissi heldur ekki þetta með sturtuna og eldingarnar.... en þetta meikar samt alveg sens svona þegar maður pælir í því, rafmagn og vatn fer víst ekki vel saman.
Hafðu það gott !
Kveðja, Bogga.

Nafnlaus sagði...

Í gær kom til mín kínverskur skiptinemi hér í MK og vildi flytja til Íslands. Líkaði henni svo vel frjálsræðið og almennilegheitin hér og hafði útúr mér nokkur vottorð með stimplum, undirskriftum og vatnsmerkjum til að leggja fram við "chinese government" hverjum hún bar heldur illa söguna. Mamma hennar þrælar myrkranna á milli í Shanghai til að geta greitt skóla og uppihald fyrir dótturina (eins gott að hún á engin systkini). Í Kína þurfti stúlkan að vera 14 klst á dag við nám eftir fyrirfram ákveðnu plani. Hér á Íslandi valdi hún sér bakstur og listasögu og er komin með vinnu með skólanum svo mamman þarf ekki að skúra í Kínabanka og bera út Shanghæpóstinn lengur áður en vinnudagurinn í verksmiðjunni hefst. Þú hefur kannski rekist á mömmuna í búðinni? Hún heitir Liu...

Nafnlaus sagði...

Ég hefði nú örugglega líka notað þrumu- og eldingaveðrið til að fara í sturtu... Langnesingar eru ekki vanir slíkum gjörningaveðrum!
Heiðrún

Nafnlaus sagði...

var að skoða myndirnar frá brasilíska steikhúsinu... Ertu aldrei hrædd um að vera að borða hundakjöt eða rottukjöt eða eitthvað álíka?? mannakjöt....