föstudagur, apríl 14, 2006

Upp er runninn öskudagur

ótrúlega skýr og fagur...
Nei, nei ekki öskudagur, en þið vitið hvað ég meina.
Vaknaði klukkan sjö í morgun. Ekki af því að ég vildi það . Ég ætlaði að sofa út. Veit ekki af hverju ég vaknaði en hef grun um það. Hér í Shanghai fer allt á fullt klukkan sex á morgnana, þar á meðal prammarnir á ánni sem rennur hér fyrir utan gluggann. Ansi er ég hrædd um að menn á svona prömmum fengju ekki einu sinni leyfi til að setja þá í gang upp á miðjum Vatnajökli, þvílíkur er hávaðinn í þeim. Þeir eru búnir einhverskonar vélum sem staðsettar eru ofan á þeim, algjörlega hlífðarlausar þannig að hávaðinn er gríðarlegur. Svo er það umferðarmenningin. Hér flauta bílarnir látlaust til að láta vita að þeir séu á ferðinni, þeir eiga víst að gera það. Þannig að þið getið ímyndað ykkur hversu mikið er flautað. Það var svolítið erfitt fyrst en það venst.
Er að velta fyrir mér hvernig ég eigi að haga deginum. Er að hugsa um að fara í fótsnyrtingu og nudd. Fara svo kannski í gókart og keilu og borða svo góðan mat í kvöld. En allt byggist þetta nú á því að ég nenni að druslast upp úr stólnum og koma mér út.

Zaijian

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið, ég vona að sambýlismennirnir þínir baki köku handa þér, eða er maður kannski að ætlast til of mikils af þeim?
Planið fyrir daginn hljómar vel, ég væri alveg til í svona fótsnyrtingu, hef aldrei prófað það og reyndar ekki gókart heldur.
Síðan vil ég óska þér gleðilegra páska. Eru nokkuð seld páskaegg þarna, svona fyrir vesturlandabúana?
Kveðja, Bogga

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn kelling. vona að þrjátíu ára afmælsdagurinn verði þér ánægjulegur.

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingju óskir með afmælið gamla mín, hafðu góðan dag í kína! og borðaðu eitthvað gómsætt og kalóríuríkt.
Knús og kossar,
Bogga,Halldór,Halldór Örn og Guðrún Ýr

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Systir góð
Halli bróðir

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn! Það var minn fyrsti þanki í morgun yfir kaffibolla en engum Mogga: hvernig eyðir maður afmælisdegi í Kína? Knúsur
Steinunn I

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn yngismær ekki á hverjum degi sem maður fyllir þrjá tugi:)

Nafnlaus sagði...

Tilraun 2: Til lukku með daginn gamla hró, setti að þessu tilefni ansi góða mynd af þér inn á mitt blogg hehehe

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku besta frænka mín, vona að þú eigir frábæran dag... Borgarfjarðargengið biður að heilsa, amma þar meðtalin. þau eru sveitt að smíða innréttingu í eldhúsið!! Kær kveðja Ævintýrafjölskyldan :)

Nafnlaus sagði...

Afskaplega mikid til hamingju med daginn, vona ad othokkarnir sem bua med ther haldi ther veglega veislu eins og thu att skilid.
kk,
Fjolskyldan Galtalind 3

Magdalena sagði...

Til hamingju með afmælið Nína fína.

*kossar*

Nafnlaus sagði...

Til lukku með daginn elsku Jónína mín, kossar og knús frá mér og mínum.
Þín vinkona
Þorbjörg
ps. þú ert alveg að ná mér

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Jónína mín :) knús og kossar og njóttu dagsins sem og páskanna :)....bkv. deildarfulltrúinn ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið dúllan mín.
Ég sé að þetta er eitt heljarinnar ævintýri hjá þér, ekki það að ég öfundi þig..... nei....kannski pínu..
Er búin að taka ákvörðun að skella mér í meira nám... en ætla að stunda það hérna á klakanum... legg ekki í ævintýramennskuna strax.
Knús og kossar
Hildur Vala