fimmtudagur, júní 08, 2006

Þá er það staðfest!

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1206043

Hef ekki komist inn á Google lengi vel og nú er það staðfest að kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir aðgang. Það er náttúrulega alls ekki hollt að geta lesið allt mögulegt og komast kannski að sannleikanum.

Kínversk yfirvöld loka einnig fyrir þessa bloggsíðu sem þú ert núna að lesa. Þeir hafa hins vegar ekki lokað síðunni sem gerir mér kleift að skrá færslur á síðuna mína. Þannig að ég má skrifa hvað sem er en þeir sem eru í Kína mega ekki lesa það sem ég skrifa.
Ég sjálf sé sem sagt ekki síðuna mína þannig að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta lítur út.

Zaijain

Engin ummæli: