Ég kem heim þann 19. júní næstkomandi. Lendi um miðjan daginn þannig að það er betra fyrir þig kæra systir í Keflavík að hafa skyr og rjóma og nýbakað brauð með marmelaði og osti tilbúið. Alls ekki sætabrauð því það er allt brauð sætt hér í Kína. Einnig væri gott að fá íslenska mjólk, bláa.
(Þar sem ég held að Bogga lesi alls ekki þetta blogg mitt verður einhver að skila þessu til hennar)
Fór með lestinni seinni partinn í dag niður í bæ og upp á 87. hæð á Hyatt hótelinu. Þar er gasalega lekker bar með þvílíku útsýni yfir borgina. Alveg snilld. Eftir að hafa drukkuð afar góðan kokteil á þessum dýra bar var haldið á steikhús að borða. Fékk mér pastarétt með rjómasósu (rjómi er afar sjaldgæft fyrirbæri hér um slóðir) sem bragðaðist mjög vel.
Fór ekkert á klæðskeramarkaðinn en stefni þangað á morgun.
Núna er það bara rúmið og snemma á fætur í fyrramálið því það styttist jú óðfluga í heimferð.
Zaijian
þriðjudagur, júní 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
jæja, þú verður þá ekki komin áður en Þórshafnarpartíið verður hér í Hrauntungunni, þann 10 júní. Munum við gellurnar skála f þér. Við Sibba erum búnar að skipuleggja þetta í mörg ár og nú á að drífa í þessu. Var í brullaupi hjá Jóhanni Berg í gærkveldi, glæsilegar veitingar og mikil gleði, sérstaklega með að hitta hina frábæru ættingja og vini. Hlakka til að sjá þig og mun elda alíslenska ýsu með hamsatólg að westan í tilefni heimkomu þinnar. Var sagt í kínverskum fréttum frá dreng sem fæddist með 3 handleggi og gekkst undir aðgerð í dag? Held reyndar að það geti komið sér vel við ýmis tækifæri að hafa þrjá handleggi en fer ekki nánar út í það hér. Í dag er Bubbi Morthens fimmtugur, aldrei flottari töffarinn sá (060606). Er svona langt síðan maður var að hlusta á Fingraför í heddfóninum á færibandinu í frystinu og borða kjötbúðing í hádeginu í Pálmholtinu? Steinunn í nostalgíukasti
´Jú ég kíki sko oft hingað á þig Jónína mín,,Hættu þessu röfli. Ég skal vera buin að kaupa BLÁA mjólk og baka brauð handa þér,,Þar sem við hjónakornin klikkuðum á útskrift okkar mið dóttur og keyptum okkur flug og bíl í útlööööndum þann 22. júní þá frestast veisluhöld fram yfir 6 júlí svo þú færð bara skyr og brauð með rjóma og bláaarrri mjólk þann dag sem þú byrtist í kefló
hafðu restina góða í kína Nína fína Þín stóra systir með tölvulausa heilann bæbæ
kv..bogga býfluga með takkalausaheilann
Helduru að það séu foreldrar sem ég á, gleyma því að dóttir þeirra sé að útskrifast úr Háskóla usss :) Kannski maður ættu að íhuga að fá sér nýtt sett :) Neinei þetta er bara fyndið :) við höldum veislu saman í júlí frænka :) Hlakka til að hitta þig knús og kossar Þóra frænka
Skrifa ummæli