Höfum setið þessa vikuna í almennri lögfræði III hjá henni Dóru. Það hefur verið nokkuð gaman í tímum en þeir byggjast mest upp á umræðum. Við sitjum í hring og enginn kemst hjá því að leggja orð í belg. Það er því betra að vita eitthvað. Dóra er greinilega mjög klár í sínu fagi og maður hugsar með sér; "verð ég svona klár þegar ég er orðin stór?"
Nú sit ég yfir verkefni sem gildir 40% af lokaeinkunn. Ég þarf að greina dóm frá Evrópudómstólnum út frá beinum réttaráhrifum og á bara í mesta basli með að lesa dóminn og skilja hann því hann er jú á ensku en það er ekki það versta. Þeir virðast ekki kunna að skipta textanum í setningar þannig að ein setning getur verið svona 6 línur.
Svo veit ég eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera...............
laugardagur, júlí 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
jæja Jónína Ingibjörg Samúelsdóttir... hættu nú að drekka rauðvín og reykja og vorkenna sjálfri þér og haltu áfram að læra eða hættu því alveg og koddu að horfa á imbann m.mér.... hehehe
Þegiðu Guðný og farðu að læra svo ég þurfi nú ekki að hugga þig þegar þú ferð að skæla yfir verkefninu á elleftu stundu!
Sæl Nína fína
Nú er bara að herða róðurinn....
Allt gott að frétta af okkur, erum að reisa okkur sumarhöll í blíðunni hér fyrir austan... þú ert velkomin hvenær sem er.
p.s. það er mjög gott að drekka rauðvín og reykja í bústaðnum mínum og glugga í bækurnar svona í hjáverkum :) Kv. HVÞ
Skrifa ummæli