fimmtudagur, júlí 06, 2006

Hvað á ég nú til bragðs að taka Búkolla mín?

"Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina"

Ég vildi að ég ætti eina Búkollu sem leysir hvern þann vanda sem upp kemur.
Ég tók ákvörðun, sem er merkilegt þar sem ég er afar ákvarðanafælin hvað varðar sjálfa mig.
Ég var ánægð með þessa ákvörðun og farin að hlakka til að takast á við hana. Þá er hringt. Ekki hægt að fara af stað með námið sem ég stefndi að.
Nú stend ég frammi fyrir allskonar möguleikum og það er ekki gott.
Á ég að verða Jón Steinar og Denny Crane?
Á ég að verða Einar Guðbjartsson og Norm?
Á ég að verða Davíð Oddsson?
Á ég að fara að leita mér að vinnu, eignast heimili og lifa eðlilegu lífi?

Baulaðu nú Búkolla mín ef þú ert nokkurs staðar á lífi!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl og velkomin heim til Íslands, land tækifæranna og réttlætis.
Já hvernig væri að flytja út á land og láta til sín taka þar?
Kv. Hildur Vala

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim. Það er mikið að þú lætur í þér heyra, er alltaf að tékka hvort þú sért ekki búin að blogga eitthvað.
Þessi ákvarðanafælni er greinilega ættgeng, ég er líka með hana á háu stigi. Lenti einmitt í svipuðum aðstæðum um daginn, var búin að vera í löngu og ströngu ákvarðanaferli, loksins komin að niðurstöðu og þá er öllu kippt undan manni og maður fær engu að ráða þegar upp er staðið. Bitur? Já, kannski smá :)
Ég sting upp á að þú gerir "ugla sat á kvisti" og leyfir þar með örlögunum að ráða hehe.
Nema að námið sem þú ætlaðir þér í verði í boði eftir ár, þá gætir þú fengið þér vinnu þangað til og skellt þér svo aftur í sveitasæluna. Verst að ég verð (líklega) farin þá.

Nafnlaus sagði...

Ég afneita þér sem frænku ef þú gerist Davíð Oddsson!!! Mér líst aftur á móti rosa vel á ef þú gerist Denny Crane:) og enn betur ef þú gæfir mér þá 5% af laununum:) hí hí....
Annars skalstu bara Prófa að hlusta á hjartað og sjá hvort þú komist ekki að niðurstöðu sem þú verður sáttust við;)
Kær kveða Frænkan sem þú svíkur loforð við!!! ;)

Nafnlaus sagði...

Ég sé þig fyrir mér á Norðurlandi. (Að hjálpa okkur í skólanum ;) )

Þúsund þakkir fyrir sendinguna, ég er ennþá brosandi yfir þessu :)

Nafnlaus sagði...

aha, fékk samskonar símtal, ákvörðunin verður líklega sú að ég verði Matlock, vonandi verður þú Ally McBeal :)

Nafnlaus sagði...

Jónína mín!
Það hryggir mig meira en orð fái lýst að allar fyrirmyndir þínar skuli vera karlkyns. Bendi á nýtt tölublað Frjálsrar verslunar. Þar er 80 framakonum gerð skil og viðtöl við svo margar aðrar að ég var orðin steinuppgefin á þessum kerlingum áður en blaðið var hálfnað!
Velkomin heim, hlakka til að sjá þig í eðlilegu eða óraunverulegu lífi.