Ég fór til Stínu frænku í nudd á föstudaginn þar sem hausinn á mér var gjörsamlega orðinn stíflaður af vöðvabólgu svo heilinn fékk eigi starfað sem skyldi. Það reið á að kippa þessu í liðinn þar sem helgin var bókuð í ritgerðarvinnu sem, vitanlega, er farið að verða svolítið mikilvægt að ljúka. Stína er fyrirmyndarnuddari og gerði svo sannarlega góða hluti en það er með þetta eins og svo margt annað að því miður er þetta engin skyndilausn. Ég var því heldur í óstuði fram eftir degi á laugardag þar sem skrokkurinn var að reyna að vinna úr nuddinu og heilinn að dunda sér við að brjótast til lífsins og vildi helst ekki láta trufla sig á meðan. Um kvöldmatarleytið rak ég augun í rauðvínsflösku og mundi þá allt í einu eftir þeirri kenningu minni að sköpunarandinn og vínandinn eru bruggaðir úr sömu berjunum og þrykkti tappanum úr flöskunni. Það er ekki að spyrja að því að heilinn tók við sér, braut af sér bólguna og allt fór af stað. Ég var satt að segja í banastuði fram eftir kvöldi á laugardag, vaknaði eldhress á sunnudagsmorgun og hélt áfram í sama stuðinu því nú voru áhrif nuddsins loksins að skila sér.
Nú er sunnudagur að kveldi kominn og ég búin að gera góða hluti (betur má þó ef duga skal) og líka fara í útskriftarveislu til Þóru frænku þar sem ég fékk dýrindis mat og guðdómlegar hnallþórur eins og búast mátti við.
Já það er gott að eiga góða að.
Takk fyrir mig.
mánudagur, júlí 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk fyrir mig elsku frænka :) Þetta er rosalega flott og gaman að fá eitthvað svona ekta kínverskt :)
Knús og kossar, Þóra frænka
ertu búin að ákveða þig með skólann?
Skrifa ummæli