sunnudagur, ágúst 06, 2006

Sumarannir

Nú er ég búin að vera á Bifröst í tæpan hálfan mánuð, gera tvö verkefni, kynna eitt og taka eitt munnlegt lokapróf.

Prófið gekk vægast sagt illa. Veit ekki hvort það er út af því að þetta var einn af mínum slæmu dögum, eða hvort það hentar mér ekki að taka svona hraðnám, eða hvort ég er bara svona treg.

Næst á dagskrá er að leggja lokahönd á verkefni í einu fagi og byrja á verkefni í öðru fagi. Svo þarf að lesa og sitja stíft í skólanum næstu viku sem endar með munnlegu lokaprófi á föstudag. Vona að það gangi betur en hið áðurnefnda.

Fór í gær í sumarbústaðinn til Adda og Jönu, fékk góðan mat, rauðvín og fleiri veigar. Svo var sungið við brennuna og Jana spilaði af mikilli snilld á gítarinn þrátt fyrir að hafa ekki snert hann síðan á síðustu verslunarmannahelgi. Það var milt og gott veður þrátt fyrir að nokkrir dropar féllu af himni.

Engin ummæli: