mánudagur, mars 19, 2007

Prump

Hún gekk upp stigann með frumburðinum. Hann ætlaði að eyða stund með frændum sínum á meðan hún spjallaði við frænku. Þetta hefur verið á öndverðri 20. öldinni, líklega sjöunda áratugnum og drengirnir líklega milli tektar og tvítugs. Þau heyrðu skræki og fliss út úr einu herberginu og opnuðu dyrnar:

Endurskoðandinn prumpaði.
"Tvö tvö fyrir mér!"

Héraðslæknirinn prumpaði:
"Þrjú tvö og blautt með"

Hún er enn að hlæja að þessu fjörtíu árum síðar

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hættu að segja kúkabrandara Jónína!

Nafnlaus sagði...

hheheh.. mér finnst þetta fyndið ;) thihi.. líklega bara enn svona í tenglsum við "barnið í mér" ;) heheheh *prump*

Nafnlaus sagði...

... það gleymdist að kenna mér að prumpu, piss og kúk brandarar væru fyndnir :-s nema ég sé bara með svona rosalega lélegan húmor :-(

Nafnlaus sagði...

Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að þetta er hvorki kúk, piss eða prumpbrandari.
Þetta er örsaga.
Ég

Nafnlaus sagði...

jónína, þú skalt sko ekki halda að þessar gellur sé svo menningalegar að kalla brandara örsögu...