sunnudagur, mars 25, 2007

Blogg

Hvað er blogg?
Hvað á blogg að vera?
Er ekki nokkur leið að finna betra orð yfir þetta?

Þessa dagana er hinn merki maður Sigurður Líndal að kenna okkur réttarsögu. Í gær fjallaði hann meðal annars um heimildir og hversu ábyggilegar þær væru. Heimildir geta verið nákvæmar og sannar eða hreinlega falsaðar og allt þar á milli.

Sigurður kom einnig aðeins inn á nýyrðasmíð og taldi það afar gagnlegt að búa til ný orð. Þegar ný orð eru búin til þarf nefnilega að rannsaka merkingu þeirra og skilja. Hann hefur verið býsna liðtækur á þessu sviði og gæti ég trúað að það sé einn þáttur í því hversu vel hann er að sér í lögum og sagnfræði. Ef maður grefur svona niður í merkingu orða sem nýyrðasmíði krefst þá hlýtur maður að skilja hlutina betur og þar af leiðandi muna þá betur.


Því er það svo að ég fór að velta fyrir mér ofangreindum spurningum. Til að skilja hvað blogg er væri ekki vitlaust að finna yfir það nýtt orð, betra orð, orð sem er meira lýsandi. Til að finna nýtt orð yfir blogg þarf hins vegar að rannsaka blogg og komast að því hvað það er í raun og veru. Það er nefnilega þannig með blogg að þau verða heimildir framtíðarinnar. Það er að segja ef þau varðveitast.
Ef þau koma til með að varðveitast eiga sagnfræðingar framtíðarinnar eftir að velta þeim fyrir sér og álykta út frá þeim um líf okkar og menningu.

Ég ætla hins vegar ekki að fara í þá vinnu á þessum tímapunkti, geri það ef til vill þegar ég kemst á ellistyrkinn. Hins vegar hef ég lesið reiðinnar býsn af þess háttar skrifum og orðið vör við gagnrýni á þau.

Ef maður flokkar lauslega bloggskrif Íslendinga á liðnum árum kemst maður fljótt að því að flestir, ef ekki allir flokkar þess hafa verið gagnrýndir. Þeir sem nota bloggið sem dagbók og rita í það flest það sem gerist í daglegu lífi viðkomandi, eru gagnrýndir fyrir það og rökin sem notuð eru eitthvað í þessa veruna: "Hver haldið þið að vilji lesa um allt sem á daga ykkar drífur?" og "Hverjum kemur þetta við" Þetta eru síður en svo haldgóð rök.
Ef ég kýs að skrifa eitthvað á veraldarvefinn þá er öllum velkomið að lesa það en það er langt í frá að fólk þurfi þess. Fólk getur sleppt því.


Þeir sem gefa út skrif sín á veraldarvefnum þurfa hins vegar að gera sér grein fyrir því að allir geta lesið þau. Því þarf að gæta sín á því hvað skrifað er um annað fólk. Þar með talið það fólk sem hugsanlega er persónur í lífi viðkomandi. Dettur mér fyrst í hug í þessu sambandi börn, foreldrar og vinir. Fólk sem á þátt í daglegu lífi manns vill kannski ekkert endilega vera persónur í frásögnum manns, sem allir geta lesið um.

Um þetta gildir hið fornkveðna; "Aðgát skal höfð í nærveru sálar"

Hvað sem því líður þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að fyrst ég nenni á annað borð að skrifa eitthvað (þegar ég nenni) þá er jafngott að þau skrif séu á einhvern hátt heimild um líf mitt. Ég geti þá í framtíðinni flett upp í þessum skrifum mínum og rifjað upp líf mitt í stórum dráttum.
Ég áskil mér hins vegar allan rétt til að breyta þessari afstöðu eða bregða út af henni. Þetta eru jú mín skrif.

Að lokum þetta; Sigurður Líndal er snillingur!

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já esskan mín ég er um magrgt sammála þér í þessu. Í gegnum mín persónulegu blogg skrif þá hef ég oft skrifað margt sem svo sem mætti alveg taka sem stuld eða þaðan af verra. Ég hins vegar hef alltaf skrifað undir nafni (það er að auðvelt er að hafa samband við mig etc.) og getið heimilda þegar ég tek eitthvað einhverstaðar frá. Ég er nú á því að það sé sá háttur sem þurfi að vera á þessu. Einnig þá finnst mér að persónuleg níð um aðra mannesku ættu ekki að viðgangast á slíkum síðum eins og þó svo oft gerist. En það er náttúrulega val þess sem skrifar, fólk ætti bara að reyna að vanda sig betur um "what they put out there". Carma u see, what goes around comes around...

Nafnlaus sagði...

Djö Jónína, verð ég að hætta að skrifa ævisögu þína á bloggið mitt. Hvað á ég þá að skrifa um ef ekki þig?

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis ritgleði. Mar þarf bara að skrolla til að lesa!!

Ég er sammála öllu í þessu nema einu lýsingarorði í fjórðu línu ofanfrá og einu nafnorði í síðustu línu.

Nafnlaus sagði...

ég er farin að halda að þessi hrifning af sigurði líndal sé eingöngu hjá kvenþjóðinni (eða nei - þetta er bara í þriðja sinn sem ég sé sama karlmanninn ekki vera hrifinn af sigurðinum...)
Annars, satt og rétt hjá þér og nei að sjálfsögðu á ekki að skrifa níð um aðra (ekki einu sinni í hefndarskyni skamm skamm ég)...

Nafnlaus sagði...

Er hann á lausu? Má ég kalla hann pabba?

Nafnlaus sagði...

er sigurður flottari en brynjar?

Nafnlaus sagði...

Það fyrsta sem mér datt í hug var að það væri lítið að gera í skólanum - Þvílík skrif:)
Þegar þú seinna meir ætlar að fletta upp í heimildunum þínum hvar koma örsögurnar inn? Drengur -tek ofan fyrir þér þú ert tær snilld auðvitað kallar þú hann pabba. Eru þá þessi skrif mín orðin að heimild? Eða eru þau ábyrgðarlaus skrif? Eða eru þau eitthvað annað?

Jónína Ingibjörg sagði...

Kæra Nína; Takk fyrir þetta.
Sóley mín; Ég treysti þér alveg til að nefna mig í þínum skrifum án þess að það valdi mér einhverju tjóni. Ég var aðeins að benda á að fólk eigi að vera örlítið meðvitað um hvað það setur á veraldarvefinn. Ekki viljum við hafa frásagnir þínar algerlega litlausar, er það?
Halldór; Sissi Lín er æði. og ekki orð um það meir!
Anna: Hrifning mín af Sissa er eingöngu fagleg og hefur ekkert með kyn hans að gera :)
Elsku Drengurinn hennar mömmu sinnar: Nei, held hann sé giftur. Kallaðu hann bara afa.
Maja pæja: Brynjar kemst sko ekki með tærnar þar sem Sissi hefur hælana!
Hulda: Öll skrif geta endað sem heimild. Það er bara spurning hvort þau verða góð heimild eða ekki :)

Nafnlaus sagði...

ER ekki í lagi með línuna.....
er liðið þar alt í skóla........
pjakkurinn efast um pinuna.....
pjátrar á skattskyslu póla.....


nú fer ek skylja þar skattkvalin líð
skattpíntan skrumskæltan farin
lögfræðalíðnum á landinu bíð
í lagníngu á alðingis barin.


þoli ekki skólabekki...
Gisli Sigurjon...

Nafnlaus sagði...

Sendu mömmu þetta og það sem þú fynnur eftir mig hist og þar....
þinn bróðir