Mig langar til að lagið Everybody hurts með REM verði flutt á jarðarförinni minni. Er ekki alveg búin að hugsa út hver ætti að syngja það ef REM kemst ekki, en Björn Jörundur kemur sterkur inn. Svo vil ég fá Megas og Diddú. Vildi líka að Björk tæki eins og eitt lag í stíl við Gling-Gló.
Ég er ekkert að fara að drepast. Eða ég vona ekki, en ég vildi bara koma þessu á framfæri meðan ég man.
Annars hélt ég afmælisveislu á laugardagskvöldið. Ég átti sem sagt afmæli og svo hefði pabbi orðið 75 ára þann 12. apríl hefði hann lifað. Það var sem sagt ærið tilefni til að smala saman systkinum mínum og þeirra mökum og gera sér glaðan dag.
Þetta var hin besta veisla. Gunna lánaði húsnæði og Drengur Óla kom að norðan og eldaði góðan mat. Gunna bakaði líka franska súkkulaðiköku í eftirrétt og Mummi dró fram eldgamla viskýið sitt og ennþá eldra koníak. Það var því kátt á hjalla alveg fram yfir miðnætti. Já ég veit.... við erum orðin gömul.
Mér bárust margar góðar gjafir. Náttföt og inniskó frá systrum mínum og eyrnalokka frá Siggu og Tímo frá Steinarri og Hjördísi. Það sem var mest sláandi var að afgangurinn af gjöfunum var rauðvín, hvítvín og rauðvínsglös, ásamt peningi frá mömmu sem vitanlega fer í að kaupa meira rauðvín... eða hvað?
Mig langar að þakka öllum sem áttu þátt í að gera þennan dag svona góðan og þar með þeim sem sendu mér kveðju eða hringdu í mig.
mánudagur, apríl 16, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Takk sömuleiðis
til hamingju með afmælið - betra er seint en aldrei ;)
Til hamingju með afmælið, elsku Jónína... færð knús næst þegar ég hitti þig ... (segi eins og AGI: betra er seint en aldrei)
Elsku Jónína, til hamingju með afmælið um daginn. Ef ég hefði vitað af því þá hefði ég hugsað ennþá fallegar til þín þann dag en ég geri venjulega. Gjöf mín til þín.
Mér finnst þú hafa mikla trú á annað hvort langlífi Megasar eða skammlífi þínu.
Ps. ég elska þig.
Til hammó með ammó sæta stelpa! Gott að þú áttir góðan dag :)
Sniðug ertu...og skipulögð!
Búin að redda jarðarförinni strax.
Varstu nokkuð með samkvæmisónot þegar þú skrifaðir þetta?
Gunna
Til hamingju með daginn um daginn...!
Gæti vel sungið þetta og fólk fyndi á eyrunum í raun fundið verkinn
Skrifa ummæli