sunnudagur, maí 06, 2007

Hitt og þetta

Les mbl.is reglulega. Undanfarið hef ég rekist á villur sem er varla hægt að afsaka.

Til dæmis þetta:
"Áformað er að Sarkozy flytji sjónvarpsárás og sigurhátíð er....." Hvað er sjónvarpsárás?

Annað:
"Þegar lögregla kom á vettvang og reyndi að komast inn í íbúð mannanna hleypti sá látni af einu skoti"

Annars fór ég á Þingvöll í gær með Sigurði Líndal og Mellunum. Það var afar fróðlegt og mjög skemmtilegt. Hann veit bókstaflega allt um allt!

Kannski kemur meira um það síðar ... ég segi kannski því nú nálgast prófin og því þarf ég trúlega að einbeita mér að undirbúningi þeirra.

Annars er Sóley Sigmarsdóttir frá Sólheimum í (einhver hreppur sem byrjar á S) í Sæmundarhlíð í Skagafirði að hugsa um að launa mér lambið gráa. Forvitnilegt að frétta hvernig það fer.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pabbi?

Nafnlaus sagði...

Lömbin þagna!

Maja pæja sagði...

ohoo það vantaði greinilega hreinu meynna þarna meðal ykkar mellnanna sl. laug. Og þá er ég að meina mig ef að þú skyldir ekki kveikja!!!!

Nafnlaus sagði...

SSSSólheima-SSSSóley SSSSigmars er úr SSSSStaðarhreppi í SSSSæmundarhlíð ssssem er í SSSSkagafirði