fimmtudagur, maí 03, 2007

Íslenska 101

Hér er lítri
um lítra
frá lítra
til lítra

Hér er mjólkurlítri
um mjólkurlítra
frá mjólkurlítra
til mjólkurlítra

Hér er enginn mjólkurlíter
ekki um neinn mjólkurlíter
né frá neinum mjólkurlítera
og þaðan af síður til mjólkurlíters

Sama gildir um metra. Nema kannski mjólkumetra..... veit ekkert um þá.

Ég VIL mjólk, hann VILL mjólk, þau VILJA mjólk

Fleira er ekki í þættinum í kvöld
verið þið sæl

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stundum nærðu því að hræða mig og þetta er eitt af þeim tilvikum.
Mjólk er góð:)

Nafnlaus sagði...

Eins og talað út úr mínu hjarta!!!

Nafnlaus sagði...

Það er flott að hafa eina svona sérfróða í íslenskri tungu í fjölskyldunni, enda hægt að "dömpa" á hana ýmsum verkefnum sem við hin ráðum ekki við.

takk fyrir mig :)

Nafnlaus sagði...

Áttu safa ?

Nafnlaus sagði...

Jónína!
Er það ekki frá neinum mjólkurlítra??!!
Gunna

Jónína Ingibjörg sagði...

Jú, Gunna. Það er nefnilega frá neinum mjólkurlítra... en það er EKKI frá neinum mjólkurlítera!!!!
Eins og stendur þarna: "né frá neinum mjólkurlítera" Það vita allir hvað né þýðir er það ekki? Ef ekki þá verður fjallað um það í áfanganum íslenska 706 sem er væntanlegur einhvern tímann í framtíðinni ;)

Nafnlaus sagði...

ég vilja mjólkurmítra

Nafnlaus sagði...

ég vil fá líter af mjólk.. og hananú!

annars þakka ég bara fyrir skemmtilega ferð í dag og góðan söng :)

Magdalena sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Magdalena sagði...

Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef alltaf verið hálfhrædd við að þig... ;)

kv
50% svíinn

Nafnlaus sagði...

Ég er alveg sammála þessu! Ég kýli þann næsta sem segir líter!