sunnudagur, júní 10, 2007

Halló Akureyri

Þá hef ég verið viku á Akureyri. Það er fínt. Búið að vera nóg að gera og ekkert lát á önnunum.
5tindamenn gengu á Kerlingu á laugardag. Drengur fór á undan ásamt föður sínum til að mynda komu þeirra á fjallið. Allt gekk vel og veðrið var yndislegt. Eftir langa og stranga göngu komu þeir allir hingað að borða matinn sinn. Mikið var yndislegt að hafa fulla íbúð af FJALLmyndarlegum karlmönnum!

Ég hef verið haldin algeru andleysi undanfarið. Mig hefur langað til að blogga en bara ekki getað það. Finnst það verra þar sem ég hef hugsað mér að nota þetta blogg sem einskonar dagbók fyrir mig að lesa síðar og rifja upp liðna tíma. Ég man nefnilega aldrei neitt stundinni lengur og því er gott að geta bara flett því upp.

Yndislegt veður á Akureyri í dag. Sólin skín og hægur andvarinn hvílir sig og leyfir logninu að njóta sín.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Auðvitað er maður veikur og má ekki fara út úr húsi þegar vindinn lægir.

Nafnlaus sagði...

það er ekki að spyrja að myndarskap þínum... hvort sem það er að bjóða hóp af FJALLmyndarlegum karlmönnum í mat eða flottustum mæðgum Sæmundarhlíðar í kaffi ;) bíð spennt eftir þessu á Röstinni í sumar ;) thihi

bkv. úr borg óttans ;)

Nafnlaus sagði...

Bara senda smá kveðju til Akureyrar :) vonandi kíkjum við við í sumar því dótturunni dreymir um að fara í ferðalag til Akureyrar :)

kv. Þóra frænka

Nafnlaus sagði...

Njóttu þín,manneskja!
Gunna

Nafnlaus sagði...

Ertu farin að muna eitthvað núna?

Jónína Ingibjörg sagði...

Hulda..... Hulda...... á að þekkja þetta nafn.... hmmmmmm........ Nei man ekki neitt!

Nafnlaus sagði...

jæja , hvenær er svo innflutningspartýið???
kossar og knús úr borgarsveitinni,

ÁSK
Stína frænka

Nafnlaus sagði...

Sæl Jónína mín!
Ertu nokkuð búin að gleyma matnum í frystinum? -Nei, það getur varla verið! Þú gleymir varla mat, þótt það komi fyrir að þú munir ekki aukaatriði rétt í bili.
Kveður úr Miðgarði

Nafnlaus sagði...

Helga mín.
Éttu matinn.
Það er rétt hjá þér, ég gleymi ekki mat. Ég var hins vegar búin að gleyma að ég gleymdi að segja þér að borða matinn.