fimmtudagur, maí 24, 2007

Veraldarvefurinn

Veraldarvefurinn er eins og ísskápur.
Maður opnar hann aftur og aftur í leit að hinu óvænta.

Stundum hata ég tölvuna mína. Tölvan á ekki skilið þetta hatur. Hún gerir ekkert af sér. Það er ég sem stjórna. Eða ætti að stjórna. Ég ætti að hata mig en ekki tölvuna. Hataðu glæpinn en ekki glæpamanninn. Hef reyndar aldrei alveg skilið þetta. Verður glæpur án glæpamanns? Hver er glæpamaðurinn í tilfelli tölvunnar? Notandinn? Á ég þá ekki að hata mig heldur það sem ég geri?

Já. Það er líklega þannig

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ubuntu:
http://www.ubuntu.com

Nafnlaus sagði...

Glæpsamlegar hugsanir

Nafnlaus sagði...

Mannanna verk!! og eru ekki fullkomin, sbr fjölda trúarbragða á hnettinum. Áður en yfir lýkur sameinast allir góðir menn í kommúnismanum sem er einasta jafnréttið. Kveðja. Stalín (eða Lenín, Marx eða hvað við heitum)

Nafnlaus sagði...

Gætirðu bætt linkum á þína nánustu???

Jónína Ingibjörg sagði...

Nafnlaus: Gerðu grein fyrir þér!
Ég kann ekkert að setja svona linka. En um hverja erum við að tala nákvæmlega?

Nafnlaus sagði...

(Söku) dólgurinn er hérna:

http://e-consultancy.lemonfoundation.com/people/bill%20gates,%20dude.jpg

Nafnlaus sagði...

Húrra, ég fann þig aftur..
var búin að týna þér.
Gunna. (nú líður mér strax betur)