mánudagur, júlí 23, 2007

Brjálað að gera...

...en þegar sumir heimta blogg (nefni engin nöfn en tel mig hafa hag af því að halda viðkomandi góðum) er mál að bregðast við. Enda bloggandinn að komast yfir mann þar sem prófalestur stendur sem hæst. Er núna í Evrópskum félaga- og skattarétti og munnlegt próf í því á miðvikudag. Lítill tími til undirbúnings þannig að svefn verður að sæta afgangi.

Annars lítið að frétta, vitanlega, þar sem lífið snýst um lærdóm þessa dagana. Það var afar erfitt tvo fyrstu dagana þar sem maður var ekki viss hvort maður væri á Íslandi, þvílík var veðurblíðan. Veðrið hefur heldur skánað fyrir þá sem þurfa að hanga inni og engu líkara en veðurguðirnir hafi gengið til liðs við meistaranema á Bifröst því það rignir sem aldrei fyrr.

Lifið heil

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kannski rignir bara á rangláta?*hugs*

Nafnlaus sagði...

vertu þá dugleg að læra það má alltaf sofa seinna.
Við steinarr vorum að horfa á Hjördísi ásamt kór í beinni á Torrevieka þegar þú poppaðir upp með blubb-hljóðum og bættir þar með við éinni rödd í lagið.

Nafnlaus sagði...

Sæl Jónína mín!
Mér tókst því miður ekki að torga matnum, en þakka þér kærlega fyrir hann. Nú langar mig að gefa þér matinn aftur, svo ekkert fari nú til spillis. Komdu endilega við í Miðgarði og leitaðu í frystinum.
Er sjálf komin norður í sólarblíðuna og hef nógan kost.
Með ósk um gott gengi!

Nafnlaus sagði...

Jónína Ingibjörg sagði...

Anna!
Ertu viss?