Jæja, nú er fyrsta sumarprófinu lokið. Það var í Evrópskum félaga- og skattarétti og ég held það hafi bara gengið fínt.
Áður en ég fór í prófið fannst mér ég ekki muna neitt. Var alveg viss um að ég væri komin með alvarlegan heilasjúkdóm sem væri þess valdandi að ég gleymdi öllu sem ég heyrði og las.
Annað kom þó á daginn og ég mundi bara býsna mikið og held ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af falli. Við skulum þó spyrja að leikslokum því eigi er kálið sopið þó í ausuna sé komið.
Nú sitjum við Sóley og hlustum á Ljótu hálfvitana, drekkum görótta drykki og bíðum eftir að kjúklingurinn andist í ofninum.
Þetta er indælt!
miðvikudagur, júlí 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já aumingja kjúklingurinn. Ákváðum í stað þess að hafa bjórkjúkling að drekka allan bjórinn sjálfar :-)
súpa kál hvað? var það ekki loðbolli sem þú ætlaðir að súpa úr?? Múhahahaha
Það vantar bjór hérna. Geturðu sent?
Skrifa ummæli