miðvikudagur, maí 07, 2008

Hvað á þetta að þýða?

Ég er brjáluð!

Hvernig dettur nokkrum manni það í hug á tuttugustu og fyrstu öldinni að framkvæma hreppaflutninga á gömlu fólki?

Fólki sem er orðið það gamalt og þreytt að það þarf að flytja heimili sitt undir verndarvæng samfélagsins.

Fólki sem hefur átt þátt í því að koma okkur Íslendingum þangað sem við erum í dag.

Honum Herði Högnasyni hjúkrunarforstjóra á Ísafirði dettur það í hug.

Hvaða upplit haldið þið að yrði á Herði Högnasyni hjúkrunarforstjóra ef Gulli ráðherra hjólaði sér vestur til hans, bankaði upp á og segði honum að hann yrði að flytja á Djúpuvík í fjórar vikur í sparnaðarskyni?

Held ég sendi honum Herði Högnasyni hjúkrunarforstjóra mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli hann sé ekki frekar að þrýsta á fjárveitingar en hann ætli að flytja þessa tvo vistmenn í alvörunni?
Hvernig stendur á því að til er elliheimili með tvo vistmenn? Því er ekki löngu búið að fylla það af utansveitarmönnum eins og alsiða er?

-Fyrst þú ert búin að taka saman mannréttindaákvæðin hvort sem er legg ég til að þú sendi eintak í heilbrigðisráðuneytið ásamt lögum um heilbrigðisþjónustu og litir 1.gr. með áherslupenna þar sem við á.

Nafnlaus sagði...

...og öll fangelsi landsins full

Ég held ég sé búinn að finna sparnaðinn

Nafnlaus sagði...

já... það er náttúrulega í meira lagi hlægilegt en reyndar alveg háalvarlegt mál að fara skera niður á þeim sem hafa borgað alla sína skatta og skyldur í gegnum sitt líf og launa því svo með því að skera niður þjónustu við það. Ég fæ bara hroll ef að þetta er "velferðar" samfélagið sem við erum öll svo stolt af !

Nafnlaus sagði...

skil ekki, það er nefnilega dásamlegt að vera í Djúpuvík, þú meintir kannski Djúpavogur eða hvað?

Jónína Ingibjörg sagði...

Pfff.... var búin að setja hér inn 14 blaðsíðna svör við athugasemdunum ykkar en tókst að týna því út!!!!
Set bara sýnishorn:
Helga: Kollgátan er trúlega þín

Drengur: ??????

Guðný: Verðum að velja önnur fórnarlömb fyrir mannréttinda- og lagabrot en blessað gamla fólkið

Anna Bestastabestastabest: Ótrúlegt að þú skulir nefna Djúpavog akkurat núna. Segi frá því síðar.......durururuuuuu.....

Nafnlaus sagði...

Fólk er fífl!