föstudagur, júní 27, 2008

Bensínverðið

Horfði á Ísland í dag í gær.

Þar sagði Þorfinnur frá Evrópuferð sinni og athugun á bensínverði þar ytra. Það kom í ljós að bensínverðið hér var síst dýrara en í Evrópu. Nema í Luxembúrg þar var það víst örlítið ódýrara en hér á landi.

Ég beið eftir að Þorfinnur gerði einhvern fyrirvara um gengi krónunnar en allt kom fyrir ekki.
Hvað er að marka evrópskt bensínverð í íslenskum krónum?

Ég hefði heldur viljað samanburð á því hversu mikið bensínverðið hefur hækkað þar ytra miðað við hér eða í það minnsta einhverjar vangaveltur um gengi krónunnar í þessu sambandi.

Ein evra er jú langt í frá að vera það sama og hún var fyrir einu ári. Sem dæmi tók Þorfinnur verð á bensíni í Frakklandi: 1,60 evru lítrinn. Á gengi dagsins í dag gerir það 205 íslenskar krónur. Á gengi 27. júní 2007 gerir þetta 135 íslenskar krónur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þessi umfjöllun um bensínverðið var kostuð af ríkisstjórninni. Þetta var svona feel good umfjöllun um bensínverð þar sem okkur átti að líða betur því að hinir væru að borga meira en við. Héldu að við sæjum ekki í gegnum gengismálin. Go Jónína!

Nafnlaus sagði...

Já Sóley!
Það þýðir sko ekkert að reyna að plata okkur!
- Ég sjálf -

Nafnlaus sagði...

Krónan er dauður róni á bekk

Nafnlaus sagði...

Rónar eiga það til að lifna við, rísa upp og skila góðu verki af endurnýjuðum þrótti.
-Gæti krónan leikið það eftir?