fimmtudagur, júní 19, 2008

Skilningsvana

Það er margt sem ég skil ekki.

Ég skil ekki alveg ástandið á bönkunum.
Ég skil ekki af hverju ríkisstjórnin þarf að koma til bjargar núna.
Eftir þetta mikla góðæri þar sem allir voru látnir halda að bankarnir hreinlega byggju til beinharða peninga skil ég ekki af hverju þeir eiga ekki neitt í handraðanum til að mæta mótlætinu. Eða hvað? Jú ég held ég skilji það reyndar alveg. Fjöldi fólks var leystur út með gríðarlegum peningagjöfum eftir að hafa, að því er virtist, staðið eitt og sér að velgengni þessara stofnana.

Svo er það þetta með eðlilega verðmyndun á fasteignamarkaði. Hefur verðmyndun á fasteignamarkaði verið eðlileg undanfarin ár? Er mikilvægt að viðhalda þessari eðlilegu verðmyndun? Hverjir hafa hagnast á þessari eðlilegu verðmyndun? Hverjir tapa á henni?
Ég hefði haldið að hóflegt húsnæðisverð væri það besta. Annars þarf auðvitað að horfa á þetta allt í samhengi. Samhengi milli launa og kostnaðar við heimili. Ef verðmyndun á húsnæðismarkaði hefur verið eðlileg undanfarin ár þá hefur verðmyndun á vinnumarkaði verið vægast sagt óeðlileg!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr, Jónínu á þing.
Ester

Nafnlaus sagði...

Sammála síðasta ræðumanni. Mömmu á þing. Þú og Jóhanna Sigurðar gætuð siglt þessari skútu.

Nafnlaus sagði...


Takk fyrir göngutúrinn.... já þú ert greinilega reið. Þú værir fín í að taka til í þjóðfélagsmálnunum, hvernig gætum við komið því við? Þetta minnir mig á ... ja fussum svei, ja fussum svei mig furðar þetta dót í hverju skoti ..... Soffíu frænku.
Ein af þögla meirihlutanum

Nafnlaus sagði...

hey jónína... af hverju fórst þú ekki í hagfræði?? þú ert hagfræðilega þenkjandi jurdisti :)