Nú er það Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson sem svæfir mig á kvöldin. Höfundur les með svo róandi röddu að mér dugar sjálfsagt hver lestur í nokkur kvöld. Samt langar mig að fylgjast með sögunni en það er bara svo rosalega gott að sofna undir góðum lestri.
Ég gæti trúlega ekki hlustað á þennan merkilega lestur ef ekki væri fyrir tölvuna og veraldarvefinn því ég get vitanlega ekki með nokkru móti munað eftir því að kveikja á útvarpinu á réttum tíma.
Gulli heilbrigðis var í tíufréttunum áðan að státa sig af afrekum sínum í heilbrigðismálunum. Það er auðvitað ekkert mál að redda öllu með því að skera bara niður hjá þeim sem ólíklegir eru til að berjast fyrir rétti sínum.
Í lögum um málefni aldraðra segir m.a. orðrétt í 14. gr.:
Stofnanir fyrir aldraða samkvæmt lögum þessum eru:
1. Dvalarheimili, sambýli og íbúðir, sérhannað fyrir þarfir aldraðra sem ekki eru færir um að annast heimilishald þrátt fyrir heimaþjónustu. Á stofnunum þessum skal vera varsla allan sólarhringinn, öryggiskerfi í hverri íbúð og völ á fjölbreyttri þjónustu [...]
Á dvalarheimilinu á Djúpavogi má gamla fólkið hringja í tiltekið símanúmer ef það þarf á aðstoð að halda á nóttunni. Er síminn við hendina þegar eitthvað kemur fyrir? Er símanúmerið við hendina? Hvað stendur í 14. gr. laga um málefni aldraðra?
Frétti í dag að eins væri ástatt á elliheimili á Grenivík. Þar er að vísu neyðarhnappur eftir því sem mér skilst. Hvar er neyðarhnappurinn? Er hann á gólfinu þar sem manneskja liggur ef til vill eftir fall eða áfall? Er þessi manneskja með rænu til að nota neyðarhnapp?
Hvað er til ráða?
miðvikudagur, júní 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Svona styttir Gulli biðlistana, myrðir gamalmenni í skjóli nætur. Það væri auðvitað miklu mannúðlegra að senda þau gömlu í svona survivor í Skagafirði. Semsagt sleppa þeim á Þverárfjallið íklæddum hvítabjarnarbúningi.
Ja... ég veit í það minnsta ekki hvort ég þori í Skagafjörðinn á næstunni..... eða að eldast mikið meira.........
Hann ætti að fara til tannlæknis og svo segja upp sem ráðherra
Hverslags aðför er þetta að háttvirtum Heilbrigðisráðherra og einni helstu vonarstjörnu Sjálfstæðismanna, verðandi æðstapresti í eina flokkinum sem hefur getað stýrt Íslandsskútunni skammlaust!
Það er því miður oft svo að þröngsýnt fólk sem ekki sér nema með naumindum útum gluggann á torfkofanum hjá sér er oftast duglegast að berja sér á brjóst og framkalla önnur búkhljóð sem hafa sama tón og tóma tunnan sem fræg er orðin.
Háttvirtur heilbrigðisráðherra veit manna best og hugsar vel um alla, einnig Púkana á fjósbitanum sem ekkert gera annað en að rífa niður afrek hans.
Ég hvet ykkur að koma ábendingum ykkar á framfæri á málefnalegri hátt og beina þannig orkunni sem í ykkur býr í jákvæðari farveg.
Ja, sennilega svo pad er
Skrifa ummæli