sunnudagur, september 07, 2008

Jæja

Langt síðan síðast.
Veit ekki hvað veldur.
Leti trúlega.
Ýmislegt hefur á daga mína drifið.
Flutti að heiman.
Bý nú að Byggðavegi í afskaplega notalegri íbúð í tvíbýlishúsi:







21 comments:

Nafnlaus sagði...

Eins og klippt úr hú og hí....glæsilegt
Þorsteinn

Nafnlaus sagði...

dásemdarlegt

Jónína Ingibjörg sagði...

Takk fyrir það
Þess ber þó að geta að myndirnar eru frá tíma fyrri eigenda

Jónína Ingibjörg sagði...

Úpppps!
Ég sagði fyrri eigenda en þetta átti að vera fyrri íbúa því þeir eiga jú íbúðina enn.

Nafnlaus sagði...

Líst vel á þetta, þú átt eftir að koma þér vel fyrir :)

Nafnlaus sagði...

Mér líst mjög svo vel á þetta... hlakka til að kíkja á þig þarna, vonandi fer skattasviðið að fara kíkja norður ;) þú átt nú ekkert alltaf að þurfa koma suður ;)

Hafðu það sem best og takk fyrir spjallið (ps. ég panta ML hitting sem fyrst!)

Nafnlaus sagði...

En fallegt - hlakka til að koma í köku þegar ég kem í höfuðstað norðurlands. Til lukku.

Nafnlaus sagði...

Þetta er snilld!

Nafnlaus sagði...

bíddu, ertu að segja að það sé ekki svona snyrtilegt hjá þér? og ps. hvað ertu með mörg aukaherbergi?

Jónína Ingibjörg sagði...

Anna mín. Það er SNYRTILEGRA!
Ég er bara með eitt aukaherbergi og stóra stofu.

Nafnlaus sagði...

Sæl Jónína,
Af hverju kemur ekkert fram um það á þessari síðu að það er karlmaður nokkur farinn að gista þarna hjá þér?
Er það kannski eitthvað sem ekki má fréttast?

Sævar

Nafnlaus sagði...

Ég krefst útskýringa á síðusta kommenti :)
Flott íbúð,vonandi fer vel um þig í þessari fínu íbúð.
Kíki við næst þegar ég á leið norður.
Kv. Hildur Vala

Jónína Ingibjörg sagði...

Bíddu nú við Sævar!
Hvaða karlmaður?
Hvar er hann?
Ert þú ekki á Stokkseyrarbakka?

Nafnlaus sagði...

Jónína þegar maður er "bara" með eitt gestaherbergi er það jafnt og = ég er aðeins upptekin þessa dagana og get ekki tekið á móti gestum => karlmaður
Er eitthvað sem þú vilt segja okkur
kv. Hulda

Nafnlaus sagði...

jedúddamía.... ég sé á myndunum að þér á eftir að líða mjög vel í nýju íbúðinni. Hún lítur mjög vel og er einkar hlýleg að sjá.

kv. Guðný Ösp

Nafnlaus sagði...

Mikið er þetta fallegt heimili, skil núna vel af hverju þú vilt helst bara vera heima hjá þér!! Má ég koma í húsmæðrarorlof til þín? ? skal lofa að láta lítið fyrir mér fara: ) veit það fyrir víst að ég væri ekki að trufla turtildúfur enda hlyti ég að verða fyrst til að frétta slíkt, ikke;O)
þúsun knús og kossar til þín elsku frænka: *

Nafnlaus sagði...

Ég get vottað að þetta er mjög góð íbúð. Reyndar er svo hrikalega skjólgott þarna að það er eiginlega til vandræða.

Nafnlaus sagði...

Panta gistingu NÚNA! Og sé einhver karlmaður að flækjast á svæðinu verður honum hent út á meðan...
Heiðrún

Nafnlaus sagði...

Sæl Jónína

Ég veit ekki hvaða Sævar þetta er sem "commenteraði" undir mínu nafni hjá þér 12. sept sl. Alla vega var það ekki ég. En hins vegar grunar mér nokkra. Flott íbúð og enn og aftur til hamingju með hana.
p.s. síðan er núna komin í feivorits hjá mér :)

kv. Sævar B.

Nafnlaus sagði...

hæ hæ Nína frænka.....

en hvað þetta er flott og fín íbúð sem þú hefur náð þér í. Mjög flott. Ég verð að fara að koma og prófa að gista í þessari fínu íbúð!!

knús og kossar úr KEf..... ÍDH

Nafnlaus sagði...

Það var eins gott að ræninginn sem var í fréttum í gær kom ekki inn til þín. Hann væri enn á hlaupum og búin að skíta í buxunar. Annars hafðu það gott Jónína mín. Við þurfum nú að hittast sem fyrst.

kv.
Sævar B.