fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Sambýlið


Ég hef alveg gleymt að kynna fyrir ykkur sambýlinga mína þetta árið.
Nú er ég komin með nýja því að strákarassgötin nenntu ekki að læra meira.
Nú bý ég sem sagt í fyrsta skipti á Bifröst með kvenfólki.
Ekki endilega verra en sannarlega öðruvísi.

Fyrst ber að nefna skagafjarðardísina hana Sóleyju (vinstra megin á mynd). Hún er tæplega þrítug heimasæta úr söng- og hestasveitinni ógurlegu en ég hef hvorki orðið vör við söngelsku hennar né hestaáhuga. Okkar leiðir lágu fyrst saman fyrir fjórum árum í frumgreinadeildinni þar sem við einnig deildum eldhúsi og stærðfræðiverkefnum á vistinni. Mikill kvenkostur þar á ferðinni og ég skil bara ekki af hverju sú staðreynd hefur farið svona gjörsamlega framhjá karlþjóðinni. Segir kannski töluvert um þá, blessaða.

Guðný Ösp (hægra megin á mynd) er Dýrfirðingur í húð og hár en bara ekki réttu megin úr firðinum, greyið. Hún er unglingurinn á heimilinu eða aðeins 23. ára gömul. Hún er mikill dugnaðarforkur eins við er að búast af Vestfjarðarvíkingi. Hennar áhugamál eru fiskur og líkamsrækt og hún liggur ekki á skoðunum sínum. Hún hljóp um það bil 20 km. í Reykjavíkurmaraþoninu um daginn og blés ekki úr nös. Guðný á eftir að ná langt með dugnaði og þrautseigju.

Þær voru báðar í Kína um leið og ég, þær eru báðar í ML eins og ég, þær vakna báðar snemma á morgnana og fara snemma að sofa á kvöldin, ekki ég, þær eru báðar duglegar í líkamsræktinni, ekki ég, þeim finnst báðum gott að fá sér vínglas eins og mér. Þetta verður fínt.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En gaman að fá svona kynningu, þó ég telji mig hafa þekkt þessar tvær þá lærði ég smá í viðbót um dömurnar. Já þær eru hörkutól og efnilegar.
Kossar og knús til þeirra og þín
Þorbjörg

Nafnlaus sagði...

Það er gaman að búa með góðu fólki.
Fleiri kossar og knús til þín ;)

Nafnlaus sagði...

hehe.... hvaða hvaða... góð kynning samt og af því að ég er nú ekki vön að liggja á skoðunum mínum eins og þú hefur sagt þá verð ég að segja eitt. Ég hef fulla trú á því að þú eigir eftir að komast inn í "heilsu" rútínuna með mér og Sóley. Mér minnir nú að þú hafir sagt okkur að þú hafir verið efnileg í spretthlaupunum hérna í denn..... þú verður nú að sanna mál þitt. En góð hugmynd hjá þér svona kynning, ég hugsa að ég geri svoleiðis líka við gott tækifæri :)

Nafnlaus sagði...

búin að setja inn smá lýsingu á ykkur.....held að hún sé ekki fjærri lagi :)

Nafnlaus sagði...

Alveg er þetta hárrétt lýsing á þér Jónína brúna á síðu sambýliskonunnar. Láttu heyra frá þér þegar um hægist.

Nafnlaus sagði...

Já, það er þetta með brúnuðu kartöflurnar. Hef alltaf öfundað þig af þeim hæfileika, mínar brenna alltaf við. Er sem sagt sest aftur við tölvu eftir dásemdar sumar sem tileinkað var garðinum í ár. Er þessi Dýrfirðingur nokkuð skyld henni Hrafngerði??

Nafnlaus sagði...

Nei Drengur. Hún mamma þín er nú meira fyrir vínklúbbana heldur en saumaklúbbana.