Sæl
Langt síðan síðast.
Keypti mér prjóna og lopa í gær. Ákvað að rannsaka hvort ég kynni enn að prjóna. Ég kann enn að prjóna. Fitjaði upp á sokkum eða vettlingum (verður ákveðið síðar) og prjónaði nokkrar umferðir. Það var bara gaman. Veit ekki enn hvaða stærð er um að ræða. Sýnist samt að þetta muni verða plagg fyrir ungling eða smávaxinn einstakling. Skiptir engu máli því tilgangurinn er að prjóna.
Vitanlega hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast. Fermingarveislur, páskar, tónleikar og stelpugleði.
Sóley bauð mér á tónleika með Eyvöru á Nasa og það var vægast stórkostlegt. Hún er án efa ein af þeim bestu.
Lifið heil
fimmtudagur, apríl 30, 2009
mánudagur, febrúar 09, 2009
Vinveitt yfirtaka
Sæl
Alveg er það ótrúlegt að þegar mest er að gerast í samfélaginu þá er andinn víðs fjarri.
Mér hefur dottið ótrúlega margt í hug sem færa mætti til bókar en ég gleymi því alltaf jafnharðan. Svona er maður nú orðinn gamall og kalkaður. Ég þyki ekki gömul í dag þegar meðalævi íslenskra kvenna er um 80 ár. Um miðja 19. öld var meðalævi kvenna 38 ár og því væri ég að líkindum dauð eða í besta falli orðin öldruð ef nú væri árið 1850.
Nú eru allir hættir að blogga, eða sko, kannski ekki ALLIR en vissulega MARGIR. Ég hef hugsað mikið um orsökina og allt í einu rann upp fyrir mér ljós:
Snjáldurskinnan hefur tekið völdin!
Datt mér fyrst í hug að um óvinveitta yfirtöku hefði verið að ræða þar sem ýmsir eru eflaust ósáttir við hana. Það verður þó að segjast að yfirtaka samfélags sem byggir á vinasamböndum getur varla talist annað en vinveitt.
Ég veit ekki hvað mér á að finnast um Flettismettið. Að sumu leyti finnst mér þetta mjög sniðugt apparatus en að öðru leyti afar heimskulegt. Sjálfsagt er þetta afar sniðugt kerfi sem stundum er notað á heimskulegan hátt. Það er með þetta eins og svo margt annað að hópsálin nær yfirhöndinni. Allir skulu dregnir í dilka og innstu hjartans mál og tilfinningar opinberaðar. Að auki skal ræða við vinina fyrir allra augum. Mín kaldlynda kynslóð á dulítið erfitt með það. Alveg á sama hátt og hún á erfitt með að setja fram sín hjartans mál á veraldarvefinn í því formi sem gert er hér og nú. Þar með er komin skýring, að hluta til, á ástæðum þess hve lítið er hér skrifað.
Lifið heil
Alveg er það ótrúlegt að þegar mest er að gerast í samfélaginu þá er andinn víðs fjarri.
Mér hefur dottið ótrúlega margt í hug sem færa mætti til bókar en ég gleymi því alltaf jafnharðan. Svona er maður nú orðinn gamall og kalkaður. Ég þyki ekki gömul í dag þegar meðalævi íslenskra kvenna er um 80 ár. Um miðja 19. öld var meðalævi kvenna 38 ár og því væri ég að líkindum dauð eða í besta falli orðin öldruð ef nú væri árið 1850.
Nú eru allir hættir að blogga, eða sko, kannski ekki ALLIR en vissulega MARGIR. Ég hef hugsað mikið um orsökina og allt í einu rann upp fyrir mér ljós:
Snjáldurskinnan hefur tekið völdin!
Datt mér fyrst í hug að um óvinveitta yfirtöku hefði verið að ræða þar sem ýmsir eru eflaust ósáttir við hana. Það verður þó að segjast að yfirtaka samfélags sem byggir á vinasamböndum getur varla talist annað en vinveitt.
Ég veit ekki hvað mér á að finnast um Flettismettið. Að sumu leyti finnst mér þetta mjög sniðugt apparatus en að öðru leyti afar heimskulegt. Sjálfsagt er þetta afar sniðugt kerfi sem stundum er notað á heimskulegan hátt. Það er með þetta eins og svo margt annað að hópsálin nær yfirhöndinni. Allir skulu dregnir í dilka og innstu hjartans mál og tilfinningar opinberaðar. Að auki skal ræða við vinina fyrir allra augum. Mín kaldlynda kynslóð á dulítið erfitt með það. Alveg á sama hátt og hún á erfitt með að setja fram sín hjartans mál á veraldarvefinn í því formi sem gert er hér og nú. Þar með er komin skýring, að hluta til, á ástæðum þess hve lítið er hér skrifað.
Lifið heil
föstudagur, janúar 16, 2009
Bannað að hafa jólin á blogginu
Skv. Steinu pæju er ekki við hæfi lengur að hafa jólin á blogginu. Eina leiðin út úr þessu er að skapa nýja færslu. Ég er hins vegar svo andlaus (rauðvínslaus kannski) að þetta er ekki auðleyst.
Er búin að lesa Hallgrím, Arnald og Jón Hall. Allt saman fínustu bækur. Arnaldur og Jón Hallur skrifa ágætis krimma og Hallgrímur er fyndinn og háðskur.
Hallgrímur fékk víst miður góða dóma að þessu sinni. Ég er ekki með á hreinu hvað fólst í þessum slæmu dómum (nenni ekki að kynna mér það) en ég skemmti mér hið besta yfir lestri bókarinnar.
Þá var komið að því að dusta rykið af kilju sem ég fékk í bókaklúbbi í haust en hafði ekki gefið mér tíma til að lesa. Mikið assgoti var ég fegin að hafa ekki lesið hana á undan hinum ofantöldu. Þær eru nefnilega þannig að maður klárar eina og byrjar á næstu. Ekkert mál. Þessi, hins vegar, er þannig að maður klárar hana og veit að maður getur ekki lesið aðra bók í bráð.
Þetta er bókin Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Ég er orðlaus yfir ágæti þessarar bókar. Eina sem ég get sagt er: Skyldulesning!
Nú get ég bara varla beðið eftir að lesa meira eftir Jón Kalman (já ég veit ég sagðist ekki getað lesið aðra bók í bráð, en það var hvít lygi) og stefni að því að fá mér Sumarljós og svo kemur nóttin, fyrir inneignarnótuna mína hjá Eymundsson.
Talandi um Sumarljós, þá bauð mamma mér í Þjóðleikhúsið að sjá það verk. Við höfðum báðar gaman að. Áður en við fórum var ég hálffúl yfir að hafa ekki verið búin að lesa bókina áður, en nú er ég fegin. Ég er ekki viss um að mér hefði líkað eins vel í leikhúsinu ef ég hefði haft samanburð við bókina. En það kemur í ljós síðar.
Þangað til:
Lifið heil
Er búin að lesa Hallgrím, Arnald og Jón Hall. Allt saman fínustu bækur. Arnaldur og Jón Hallur skrifa ágætis krimma og Hallgrímur er fyndinn og háðskur.
Hallgrímur fékk víst miður góða dóma að þessu sinni. Ég er ekki með á hreinu hvað fólst í þessum slæmu dómum (nenni ekki að kynna mér það) en ég skemmti mér hið besta yfir lestri bókarinnar.
Þá var komið að því að dusta rykið af kilju sem ég fékk í bókaklúbbi í haust en hafði ekki gefið mér tíma til að lesa. Mikið assgoti var ég fegin að hafa ekki lesið hana á undan hinum ofantöldu. Þær eru nefnilega þannig að maður klárar eina og byrjar á næstu. Ekkert mál. Þessi, hins vegar, er þannig að maður klárar hana og veit að maður getur ekki lesið aðra bók í bráð.
Þetta er bókin Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Ég er orðlaus yfir ágæti þessarar bókar. Eina sem ég get sagt er: Skyldulesning!
Nú get ég bara varla beðið eftir að lesa meira eftir Jón Kalman (já ég veit ég sagðist ekki getað lesið aðra bók í bráð, en það var hvít lygi) og stefni að því að fá mér Sumarljós og svo kemur nóttin, fyrir inneignarnótuna mína hjá Eymundsson.
Talandi um Sumarljós, þá bauð mamma mér í Þjóðleikhúsið að sjá það verk. Við höfðum báðar gaman að. Áður en við fórum var ég hálffúl yfir að hafa ekki verið búin að lesa bókina áður, en nú er ég fegin. Ég er ekki viss um að mér hefði líkað eins vel í leikhúsinu ef ég hefði haft samanburð við bókina. En það kemur í ljós síðar.
Þangað til:
Lifið heil
þriðjudagur, janúar 06, 2009
Síðasti dagur jóla
þriðjudagur, desember 23, 2008
Jólahappdrætti
Jæja nú er komin Þorláksmessa og nú má fara að skreyta.
Fór í Kringluna í gær. Hugsaði með mér að best væri að fara þangað þar sem það spáði stormi og rigningu. En þar var vont að vera. Margt fólk, hávaði, ég sá ekki neitt og varð bara alveg rugluð. Svo var líka alltof heitt. Rauk út og beint niður á Laugaveg. Þar er alltaf best að vera, ganga í rokinu og rigningunni og kíkja inn í búðirnar. Hressandi! Yndislegt!
Sökum þess hversu rugluð ég er hef ég ákveðið að hafa jólahappdrætti.
Það felst í því að þeir sem fá jólakort þetta árið eru vinningshafar!
Munið samt að jólin standa í þrettán daga og því ekkert útilokað að menn hljóti vinning áður en jólin eru liðin.
Gleðileg jól mínir góðu vinir, vandamenn og aðrir sem kunna að kíkja á þetta.
Hafið það sem allra best um jólin og munið eftir þeim sem minna mega sín.
Fór í Kringluna í gær. Hugsaði með mér að best væri að fara þangað þar sem það spáði stormi og rigningu. En þar var vont að vera. Margt fólk, hávaði, ég sá ekki neitt og varð bara alveg rugluð. Svo var líka alltof heitt. Rauk út og beint niður á Laugaveg. Þar er alltaf best að vera, ganga í rokinu og rigningunni og kíkja inn í búðirnar. Hressandi! Yndislegt!
Sökum þess hversu rugluð ég er hef ég ákveðið að hafa jólahappdrætti.
Það felst í því að þeir sem fá jólakort þetta árið eru vinningshafar!
Munið samt að jólin standa í þrettán daga og því ekkert útilokað að menn hljóti vinning áður en jólin eru liðin.
Gleðileg jól mínir góðu vinir, vandamenn og aðrir sem kunna að kíkja á þetta.
Hafið það sem allra best um jólin og munið eftir þeim sem minna mega sín.
föstudagur, desember 05, 2008
Allt að gerast
eða í það minnsta eitthvað.
Er flutt að Löngulínu 9 í Garðabæ.
Hef sett Lenín út í glugga en á eftir að hengja rauða fánann á svalirnar.
Það er engin smá vinna að koma sér fyrir í nýju húsnæði. Liðin vika hefur öll farið í það og aðeins farið að sjá fyrir endann á því núna. Vonast til að geta ryksugað og þurrkað af í fyrramálið og slappað af eftir það.
Núna þarf ég að drífa mig af stað á tónleika með kórnum hennar mömmu. Hún er greinilega alltaf að hressast meira og meira og spennandi að vita hvað hún tekur sér fyrir hendur næst!
Eigið góða aðventu og munið eftir því mikilvæga!
Er flutt að Löngulínu 9 í Garðabæ.
Hef sett Lenín út í glugga en á eftir að hengja rauða fánann á svalirnar.
Það er engin smá vinna að koma sér fyrir í nýju húsnæði. Liðin vika hefur öll farið í það og aðeins farið að sjá fyrir endann á því núna. Vonast til að geta ryksugað og þurrkað af í fyrramálið og slappað af eftir það.
Núna þarf ég að drífa mig af stað á tónleika með kórnum hennar mömmu. Hún er greinilega alltaf að hressast meira og meira og spennandi að vita hvað hún tekur sér fyrir hendur næst!
Eigið góða aðventu og munið eftir því mikilvæga!
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
Nýjasta tækni og vísindi
Ég hafði skrifað langan og kjarnyrtan texta í póstforrit tölvunnar. Var alveg í ham og pikkaði sem óð væri. Hlutirnir gerðust hratt. Svo hratt að ég geri mér engan veginn grein fyrir hvað gerðist í raun. Trúlega hef ég þrýst á rangan takka en það eina sem ég veit er að það drapst á tölvunni. Þegar ég kveikti á henni aftur var allt farið sem ég hafði skrifað!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)