Hvað talar maður um þegar maður hefur ekkert um að tala?
Jú, veðrið.
Fylgist gaumgæfilega með mbl.is og nánast allan tímann sem ég hef dvalið hér verið fréttir af aftakaveðri, fimbulkulda og snjóflóðum heima á fróni. Ég er voða fegin að vera hér því það hefur verið alveg meinlætaveður allan tímann. Eiginlega bara reykvískt vetrarveður.... þ.e. það rokkar svona nokkrar gráðar í kringum frostmarkið og metrarnir hafa ekki farið yfir 5 á sekúndu. Úrkoma lítil eða engin og þá helst frekar blaut, aðeins á jóladag sem snjóaði svo einhverju næmi. Þetta er fínt.
Fékk hugmynd!
Botnakeppni! Ég set hér fyrriparta og þið (hver sem þið eruð) botnið! Eða; Þið (hver sem þið eruð) komið með fyrriparta og ég botna ekki! :-)
Hvernig líst ykkur á þetta?
Verðlaunin verða svo ekki af verri endanum eða .........................................
Hér kemur fyrsti botn:
Aðgerðarleysið orðið fer
alveg fram úr hófi.
þriðjudagur, janúar 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Heil og sæl mægðin!!!
Já sniðug þessi keppni hjá þér Jónína, læt vaða hérna fyrsta botninn:
......
Af jólasteik er orðin sver
og sit í svitakófi.
Er þetta ekki svona grátlega sönn vísa á upphafsdögum nýs árs??
Frábært framtak að skella upp einni bloggsíðu fyrir gömlu konuna Drengur, um að gera að reyna dreifa huga hennar frá rauðvíni og .... já ...tja...rauðvíni.
Hlakka til að sjá þig Jónína í harkinu á Bifr, og Drengur gangi þér vel í prófunum.
Nýárskveðjur
Lóa
uhh svona smá athugasemd ....
Í Borgarfirði botninn á
þar að vera læra
hjá syni sínum situr hjá
hreindýrið að snæða.
Í botnakeppni bragur er
að yrkja ríma og skrifa
þó var ekkert minnst hjá þér
á rassa stóra og síða.
kær kveðja úr dugguvoginum . slippararnir.
Hæ Jónína!
Gleðilega rest og allt það. Þetta er góð dagbók hjá þér.
Hér kemur ein tilraun í botn handa þér, maður verður jú að reyna við verðlaunin :-)
......
nú þarf ég heim að þræla mér
þó frjósi, blási og snjói
Kveðjur frá klakanum.
Esther (Möddumamma)
Skrifa ummæli