miðvikudagur, mars 16, 2005

Það er svo margt skrýtið í henni versu gömlu

Eins og til dæmis það að það eru örfáar hræður sem skilja eftir sig athugasemd á þessari síðu, og ber að þakka þeim, en svo þegar líður langt á milli skrifa (sem ég veit að er oft) þá fara að koma fram hinir ýmsu huldumenn sem heimta meiri skrif! Nú kom til dæmis hann Stebbi frændi í Skaufabæ upp á tölvuspjallinu (msn) hjá mér og fór að heimta meiri skrif af minni hálfu. Ég skammaði hann, eins og lög gera ráð fyrir, fyrir að setja aldrei athugasemdir og þá gat ég ekki betur skilið á honum en að það væri of krefjandi að botna þessa fyrriparta. Því segi ég það; Þið þurfið ekkert að taka þátt í því, það er alveg nóg að setja bara pínulitla athugasemd (ef þið hafið einhverja) um það sem ykkur býr í brjósti í það sinnið. Eitt orð væri nóg.

Meira um skrýtna hluti síðar, svo sem bílastæðismál, Misseris- og BS ritgerðarvandamál og jafnvel fleira og fleira

Góðar stundir

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já já, ég skal taka þátt í næstu botna keppni og hæta þessu væli. Kannski ætti maður sjálfur að skrifa um sína stórkostlegu Skaufadaga

Nafnlaus sagði...

Skaufa hvað...
Alda á efri

Jónína Ingibjörg sagði...

Já Stefán ég held það væri ráð!
Og Alda! Skaufabær er í Svíþjóð og heitir á frummálinu Skövde.

Magdalena sagði...

Jónína, ég les. Nú er spurningin: Lest þú?

Nafnlaus sagði...

Ég les, hef gaman af því að lesa skemmtileg blogg, en kommentera ekki mikið.
Hefði nú alveg viljað reyna við síðustu frampartana þín, en ... hóst...ræsk...hmm.... maður verður að gefa öllum sjens, ekki satt ;-)
Endilega haltu áfram að blogga.
Bestu kveðjur,
Esther

Nafnlaus sagði...

Goethe karlinn sem grúskaði þó í flestu
á gamals aldri taldi það oss fyrir bestu:
að taka lífinu létt á hverju sem gengi,
maður lifir svo stutt en er dauður svo óralengi.

Þetta er eitt af mínum uppáhaldsmottóum og sannarlega þess virði að hafa að leiðarljósi. Kærar þakkir fyrir kveðjuna og sömuleiðis, hafðu það reglulega gott um páskana.
Kær kveðja,
Esther