laugardagur, mars 26, 2005

Meira um skrýtna hluti sem eru svo kannski ekkert svo skrýtnir

Heil og sæl kæru lesendur.
Það er komið vor. Hæglætis veður, skýjað og bara hlýtt. Dásamlegt!
Hér á Bifröst er verið að byggja nýtt hús. Þessi húsbygging veldur því að ekki er lengur hægt að keyra upp að kotunum og görðunum. Þetta veldur manni stundum slæmu geði, sérstaklega þegar kalt er í veðri eins og var hér um daginn. Það er nú ekki eins og maður sé alltaf á ferðinni á bílnum en þegar það gerist þá er maður gjarnan með mikla bagga af bónuspokum og alltof mikinn farangur í helgarferð til Reykjavíkur. Ég var að hugsa um það um daginn í frostinu þegar ég bar hingað heim áðurnefnda bagga að það eru jú um það bil hundrað ár síðan bíllinn var fundinn upp og samt er víða enn ekki gert ráð fyrir þeim. Það sem er ennþá skrýtnara er að hér á Bifröst er tæknin í fyrirrúmi, tölvan ómissandi, fullkomin samskiptatækni og síðast en ekki síst mikill hraði. Á sama tíma er verið að reyna að skapa eitthvað afslappað andrúmsloft þar sem engum liggur á og fólk röltir í rólegheitum margar ferðir út í bíl sem er hinu megin í þorpinu.
Já já maður er sjálfsagt spilltur og ofdekraður en tæknin á að vera til að létta manni lífið, til hvers væri hún annars? En þess ber að geta að ég veit svo sem ekki hvort þetta er aðeins tímabundið ástand meðan húsið er í byggingu, það getur vel verið að þetta leysist farsællega þegar það er risið.
Já, það er margt skrýtið í henni verstu gömlu.
Gleðilega páska.

1 ummæli:

Magdalena sagði...

Með því að spara við sig hljómtækjakaupin... eða hvað?