Í þeirri góðu mynd Niceland sem hann Friðrik okkar Þór leikstýrði er velt upp þeirri spurningu hver sé tilgangur lífsins. Mig minnir nú að þeirri spurningu hafi nú ekki verið svarað beint í myndinni en hún minnti mig þó á að tilgangurinn er svo sem ekki mjög merkilegur og þegar maður sættir sig við það verður þetta allt svo miklu skemmtilegra því að mínu viti er tilgangur lífsins að njóta þess. Esther var að minna mig á þetta nú á dögunum. Takk Esther! Hún varpaði hér fram vísu í athugasemdum sem mér þykir afar góð og því þykir mér rétt að deila henni með ykkur sem kannski lesið ekki allar athugasemdir hér á síðunni.
Goethe karlinn sem grúskaði þó í flestu
á gamals aldri taldi það oss fyrir bestu:
að taka lífinu létt á hverju sem gengi,
maður lifir svo stutt en er dauður svo óralengi.
Nú langar mig að vita hver samdi þessa snilldarvísu.
Að lokum vil ég benda öllu hugsandi fólki á að sjá þessa mynd, Niceland, hún er afar góð.
Lifið heil og hafið gaman af.
laugardagur, mars 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli