sunnudagur, apríl 24, 2005

Botnakeppni

Jæja nú hafa borist þrír botnar og ég tilkynni hér með nýja aðferð við val á besta botninum; Þið(1) eigið að velja besta botninn!
Hér koma vísurnar:

nr. 1
Sex við erum saman
og stöndum hér í ströngu
en það er gaman
að þekkja rétt frá röngu

nr. 2
Sex við erum saman
og stöndum hér í ströngu
Þó þykir okkur gaman
að þreyta þessa göngu

nr. 3
Sex við erum saman
og stöndum hér í ströngu
ég skil bara ekkert í mér
að hætt'ekki fyrir löngu

nr. 4
Sex við erum saman
og stöndum hér í ströngu
Gæti verið gaman
ef maður þyrfti ekki að skrifa einhverja helvítis skýrslu frá skattamálþingi!

Þið setjið bara atkvæði ykkar í athugasemd og verða niðurstöðurnar teknar saman þegar skilafresturinn er útrunninn en hann er útrunninn svona um það bil um það leyti sem hann rennur út.

Lifið heil

(1) Orðskýring; Þið; allir aðilar sem villast, viljandi eða óviljandi, inn á þessa síðu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nr 1 að sjálfsögðu

Nafnlaus sagði...

númer 2

Nafnlaus sagði...

númer 2

Nafnlaus sagði...

# 4
Engin spurning

Nafnlaus sagði...

sex er ekki alltaf gaman
ég sá það fyrir löngu