þriðjudagur, maí 03, 2005

Allt að verða búið

Jæja nú er einum vetrinum enn að ljúka hér á Bifröst. Alveg ótrúlegt hvað síðustu þrjú ár hafa verið fljót að líða. Við skiluðum misserisverkefninu okkar í gær og þurfum að verja það á föstudagsmorguninn. Seinnipartinn á mánudag verðum við svo í viðveru hjá öðrum misserishópi og þar sem ég náði öllum prófunum þá er þetta bara búið! Ótrúlegt!

En nú þarf ég að drífa mig á missófund til að undirbúa nefnda málsvörn.
Botnakeppnin verður afgreidd núna alveg á næstunni og vil ég koma á framfæri vonbrigðum með hversu margir greiða atkvæði nafnlaust. Ennþá er tækifæri til að gera bragarbót á því!

Góðar stundir

2 ummæli:

Magdalena sagði...

Tíminn flýgur þegar það er skemmtilegt sagði einhver. Það er leikur að læra og allt það ;)

Gangi þér vel á föstudaginn og eigðu nú gott sumarfrí frá og með mánudeginum!

Magdalena sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.