föstudagur, apríl 22, 2005

Þættinum hefur borist fyrripartur

Og kannski rétt að skýra forsögu hans örlítið. Þannig er mál með vexti að nú er tekinn við sá tími hér á Bifröst að vinna svokölluð misserisverkefni. Þetta eru býsna stór verkefni sem við vinnum í fjögurra til sex manna hópum og höfum hálfan mánuð til að ljúka því. En þá er ekki öll sagan sögð því við þurfum að kynna þessi verkefni og verja þau fyrir blóðþyrstum kennurum. Nema hvað; með mér í hópi í þetta sinnið eru fimm snillingar, þau Þorbjörg, Sighvatur, Hrafnhildur, Kollý og Anna Guðmunda en það var einmitt hún sem lagði til fyrripartinn sem er svohljóðandi:

Sex við erum saman
og stöndum hér í ströngu

Nú er um að gera að liggja ekki á liði sínu og henda fram botni.

E.s. vorið er örugglega komið núna.
Góðar vorstundir.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það má alltaf prufa þótt þetta sé ömurlegt :/

..en það er gaman
að þekkja rétt frá röngu

heheheheh Þóra frænka

Miss Marsibil sagði...

Hmmm hóst hóst - er ekki hægt að tala um að "þreyta göngu" ?

Þó þykir okkur gaman
að þreyta þessa göngu

Iða

Nafnlaus sagði...

Best að skjóta inn einum

þó á sjá að daman
hefð´átt að hætta fyrir löngu

Nafnlaus sagði...

djö kom ekki alveg réttur

þó má sjá að daman
hefð´ átt að hætta fyrir löngu