fimmtudagur, apríl 07, 2005

Vetur konungur

Vorið staldraði stutt við í þetta sinn og ekki var það vegna þess að sumarið þyrfti að komast að. Ó nei. Vetur konungur gat ekki látið hjá líða að færa okkur örlítið páskahret, það er jú ekki honum að kenna hvað páskarnir eru snemma í ár. Það hefur sem sagt verið nú í tvo daga alveg hundleiðinlegur vetur. Í gær var bara arfavitlaust veður og í dag lítið skárra en þetta eru nú svo sem engar fréttir nú á tímum ljósvakans þar sem allir geta fylgst með veðrinu alls staðar.

Nú er ég búin með fyrsta prófið. Jibbí !!! Það gekk nú alveg ágætlega, svoleiðis. Næsta próf er svo á mánudaginn kemur en það eru 4 próf í þeirri viku þannig að betra er að hafa sig allan við í þessari til að ná að læra fyrir þau öll. Það er nú einhvern veginn þannig að maður lærir alltaf fyrir næsta próf þannig að hættan er sú að þau sem koma eftir næsta prófi verði bara útundan. En ég ætla nú sem sagt að reyna að skipuleggja mig þannig að hvert fag fái sinn tíma í undirbúning. Þetta er svona tilraun á sjálfri mér sem spennandi verður að vita hvernig fer.

Góðar stundir.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já dugleg þú,,ég fer nú bara í tvö próf með viku millibili svo það er ekkert erfitt. En hinsvegar á ég að skila þremur stórum verkefnum sama daginn og ég er einmitt að reyna að skipuleggja mig en það gengur erfiðlega hehe,,, en ég bíð spennt eftir sumrinu :O)
Sendi þér góða strauma í lærdóminn
knús Þóra Kristín

Miss Marsibil sagði...

Já, Jónína, það gengur á ýmsu í þessum prófum.. hmmm
Vertu samt dugleg að blogga svona meðfram lærdómnum, annars hef ég ekki komist inn á síðuna þína lengi... en núna,loksins mér til mikillar ánægju komst ég :)
Gangi vel í prófunum, sé þig!
og takk fyrir að kvitta í gestabókina, gott að fólk kann sig.. á þessum síðustu og verstu..

Nafnlaus sagði...

Líst vel á skipulag og aga í prófatörninni, það mun skila sér. Fróðlegt verður að heyra hvernig tilraunin tekst til. En málið er að þú rúllar þessu upp hvort sem er!
Baráttukv
Steinunn I (að undirbúa hofróðupartí aldarinnar)