þriðjudagur, maí 03, 2005

Botnakeppnin vinsæla

Jæja nú er kjörnefndin loksins búin að telja öll atkvæðin í síðustu botnakeppni og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Það var mjótt á mununum en eftir að hafa talið öll atkvæðin þrisvar sinnum var ljóst að botn nr. 2 fer með sigur af hólmi í þetta sinnið. Ja, hérna og það er enginn annar en Bíldælingurinn hún Iða Marsibil sem sigrar þessa keppni í annað sinn á stuttum tíma.
Vísan er þá svona með sigurbotninum:

Sex við erum saman
og stöndum hér í ströngu
Þó þykir okkur gaman
að þreyta þessa göngu.

Jæja Iða mín til hamingju með þetta og nú áttu hjá mér tvenn verðlaun og þú verður bara að fara að koma og innheimta þetta.

Lifið heil

5 ummæli:

Miss Marsibil sagði...

Takk takk takk takk takk og enn og aftur takk.

Þess má geta að ég tek þessa botnakeppni mjög alvarlega, eins og alla keppni!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prófin, þú stóðst þig vel eins og þín er von og vísa.
Gangi þér vel í framtíðinni og ef þú átt leið í Hafnarfjörðinn nú eða í Hrunamannahreppinn, ertu alltaf velkomin í heimsókn.
Bestu sólarkveðjur,
Esther

Miss Marsibil sagði...

Jónína ég þakka fyrir verðlaunin sem komu sér mjög vel!

Jú, Drengur, ég kannast við Finn Boga, hann er mesti gæða drengur, allavega var hann það, hef nú ekki hitt hann svo lengi.

Magdalena sagði...

Jónína, Jónína. Er svona mikið að gera í vinnunni að þú nærð ekki að blogga, eða er þetta bara einfaldlega kæruleysi ;)

Það er komið sumar, sól í heiði skín og allt það.

Vertu sæl og bless,
Magdalena

Nafnlaus sagði...

Sæl ævinlega
hvar ertu niðurkomin? Ertu á Bifröst eða Bejing?
Steinunn I