föstudagur, september 16, 2005

Af hverju?

Heil og sæl.

Af hverju er ég að reyna að blogga? Kannski til að leyfa vinum og vandamönnum að fylgjast með lífi mínu. Af hverju er ég þá ekki duglegri við þetta? Sennilega vegna þess að mér finnst líf mitt ekkert fréttnæmt. Sumir eru sniðugir að koma hugrenningum sínum á blað á skemmtilegan hátt en það er sjálfsagt hitt og þetta sem veldur því að mér reynist það þrautin þyngri.

Fyrsta vandamál er veraldarvefurinn.
Ef ég væri að skrá líf mitt þar niður sem enginn sæi það nema ég þá væri þetta auðveldara. Þá gæti ég sagt allt sem mér býr í brjósti án þess að særa nokkurn, vekja upp neikvæðar kenndir hjá fólki eða aðrar þær tilfinningar og hugsanir sem ég kæri mig ekki um.

Svo er það stuðullinn yfir merkilegheit. Hvað er frásagnarvert og hvað ekki? Mér dettur stundum eitthvað sniðugt í hug eða upplifi eitthvað sem ég velti vöngum yfir og hugsa; "Ég ætti kannski að blogga um þetta" en finnst það svo ekki nógu merkilegt til að eiga erindi á veraldarvefinn.

Að lokum er það tölvan. Til að blogga þarf maður tölvu. Tölva er þess eðlis að maður er nú ekki alltaf með hana opna fyrir framan sig (þó það sé nú oftast hér á Bifröst) og ef maður hefur hana ekki opna fyrir framan sig þarf maður að búa yfir minni. Mér dettur alltaf það sniðugasta í hug þegar ég er fjarri tölvunni og hef ekki minni til að geyma sniðuglegheitin þar til ég kemst í tæri við tölvuna næst jafnvel þó það sé yfirleitt ótrúlega stuttur tími. Jú jú auðvitað gæti ég gengið með vasabók á mér..... en það er með hana eins og minnismiðann í búðina. Ef ég man eftir að skrifa minnismiða þá gleymi ég honum heima. Ef ég man eftir að taka minnismiðann með mér þá gleymi ég að líta á hann þegar í búðina er komið.

Ég vildi ég væri tölva. Þá gæti ég bara farið í tölvubúðina og keypt í mig minnisstækkun.
(Ef ég myndi eftir því)

Góðar stundir

4 ummæli:

Miss Marsibil sagði...

Já, Jónína. En það er öllum frjálst að lesa eða lesa ekki, þannig að sama hversu ómerkilegt það er, láttu það flakka.. ég geri það hjá mér :) Svo annað, erum við hér komin með "merkilegheitastuðul" til viðbótar við "áhættufælnisstuðulinn" margumrædda? þetta líst mér á! :)

Jónína Ingibjörg sagði...

Já en mér finnst allt svo merkilegt sem þú skrifar..... kannski ég sé haldin merkilegheitafælni en þú aftur sért merkilegheitaelskandi??
Er ég þá með A = 3 og þú með A = 1 eða ég með A = 8 og þú með A = 1 ??Eða er þetta öfugt?

Nafnlaus sagði...

Mér finnst gaman að blgginu þínu og hvet þig til þess að halda áfram. Það er ekkert svo ómerkilegt í lífinu að það megi ekki skrifa um það. Ég skil samt hvað þú átt við. Er einmitt búin að vera í svipuðum hugleiðingum, en ég læt vaða sama hvort fólki finnst það leiðinlegt eða ekki.
Löv frá Tallin

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta Nína frænka.... ég hef mjög gaman af pistlunum þínum... þú ert bara víst helv... mælsk! Og svo virðumst við alveg vera með svipaðan húmor..... skrítið, ætli við séum kannski skyldar? En það er mikið rétt hjá hinum... lífið er held ég aldrei það ómerkilegt að ekki megi deila því með öðrum. Það finnst mér allavega ekki! kveðja Íris Dröfn í Kef....