Það er ekkert að frétta.
Helginni eyddi ég í góðu yfirlæti hér í kyrrðinni á Bifröst. Ætlaði að gera stóra hluti en gerði litla. Við Þorbjörg gengum að vísu niður að Glanna í ljómandi góðu, en köldu veðri á laugardag í fylgd með honum Lubba. Lubbi er nefnilega hundurinn hennar Önnu Guðmundu og leysti hana af í þetta skiptið þar sem hún átti ekki heimangengt. Það var ekki slæmt að hafa hann Lubba, skal ég segja ykkur því hann lét okkur ekki komast upp með neitt hangs. Á laugardagskvöldið var mér svo boðið í sjóbirting til þeirra heiðurshjóna, Þorbjargar og Vignis og það var nú aldeilis hreint gott og huggulegt. Hver hefði trúað því fyrir svona 30 árum að ég ætti eftir að hlakka til eins og barn eftir jólunum að fá soðinn fisk! Ja, trúlega ekki hún mamma mín allavega. "Oooo fiskur" var ævinlega viðkvæðið nokkrum sinnum í viku.
Sunnudagurinn var svo með eindæmum rólegur, aðeins kíkt á Investments með litlum árangri.
Núna er ég hins vegar nýkomin úr jóga og bíð eftir að bjúgun verði tilbúin, mjúk og liðug..... ég altso... og bjúgun vonandi.....eða sko mjúk.
Hér stóð til að segja ykkur rosalegar fréttir... en bjúgun kalla.
Góðar stundir.
mánudagur, október 03, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hahaha þetta er einmitt öfugt hjá mér. Hvern hefði grunað fyrir 30 árum að mamma mín segði "ohhh fiskur" en það gerir hún svo gjarnan í dag;)
Hvernig er það Jónína, ertu ekki löngu búin að borða þessi bjúgu???
hvað er að frétta af ykkur frænkunum
Maður er nú farinn að ímynda sér að þetta hafi ekki verið nein venjuleg bjúgu?
Skrifa ummæli