þriðjudagur, desember 06, 2005

Sameiginleg skrif Ásgerðinga

Nú, þegar klukkuna vantar tvær mínútur í miðnætti liggja þrjú verkefni í valnum hér í Ásgarðinum. Jón Óskar og Marteinn voru báðir að klára gríðarlega löng og merkileg ritverk er skila þurfti í fagi er nefnist Málstofa, íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.
Jón Óskar ritaði lærða grein í 10 bindum, eða síðum, er ekki viss, um útfærslur landhelginnar og þróun þess í sjávarútvegi en Marteinn, aftur á móti, geystist fram á ritvöllinn með sagnabálkinn; Samband íslenskra samvinnufélaga, sem skiptist í kaflana; Upphaf, vöxtur og velgengni og lokabindið; Erfiðir tímar. Þetta er náttúrulega bara eins og hver önnur skáldsaga í jólabókaflóðinu.
Ástæða þess að Jón var með lengri doðrant er, að sögn Marteins, óskapleg myndagleði Jóns.
Ég, hins vegar, gerði nú bara einhvern lítinn, auman, skitinn samning á engilsaxneskri tungu.

Okkur er öllum létt. (Marteini samt léttast því hann borðaði minnst)
Nonna er reyndar alls ekkert létt, segir hann. Hann drakk víst svo mikinn bjór.

Jóladagatalið á heimilinu er farið að brosa, glasið er komið í leitirnar og farið er að vaxa hár á Lenín ofan á sjónvarpinu.

Allt er þetta vegna þess að Kallinn er að koma heim. Nánar tiltekið á föstudag og hefur Halldór Ásgrímsson lýst yfir þriggja daga hátíð á Íslandi en Vladimir Putin, aftur á móti, hefur fyrirskipað 5 daga þjóðarsorg í Rússlandi. Félag sköllöttra og riðvaxinna karla hvetur meðlimi sína til að mæta ekki í vinnuna á föstudag, heldur mæta á Leifsstöð og standa heiðursvörð.

Við, Ásgerðingar, biðjum ykkur vel að lifa,
verið sæl að sinni,

óbreytt Jónína Ingibjörg,
Séra Marteinn Jónsson,
Doktor Jón Óskar

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kæra systir
Ég mæti þá, að sjálfsögðu.

Jónína Ingibjörg sagði...

Auðvitað, alltaf hægt að treysta á þig, kæri bróðir.

Miss Marsibil sagði...

hahaha... fattaði ekki fyrr en í morgun hver þessi KALL er, sem er að koma heim :)
Takk fyrir önnina Jónína mín og gangi þér vel í prófunum
sincerely yours
Iða

Nafnlaus sagði...

...og thegar hann maetir thad endar thetta rotleysi og rugl.
Thad sem hann Matti litli hefur matt lida, almennt agaleysi og olifnadur.
Marteinn verdur semsagt teymdur uppad altarinu, Saevar fer a 6 manada einkanamskeid i sidfraedi hja Reykjavikurakademiuni og Jon verdur munstradur i Framsoknarflokkinn.
Svo finnst mer ad thessir 3 eigi ad borga undir thig 3 vikna sumarfri thar sem thu getur dillad ther med strandljonum og jafnad thig.
Longu ljost ad their meta thig ekki ad verdleikum thessir pjakkar.
Kallinn

Jónína Ingibjörg sagði...

Heyr, heyr !!!