Það er erfitt fyrir gamla konu að skipta um tölvu.
Nýja tölvan er voða fín, létt og fíngerð en mjög öflug. Það breytir því ekki að hún er öðruvísi en gamla tölvan að mörgu leyti og því þarf að venjast. Svo eru vitanlega öll mín gögn enn föst í gömlu tölvunni en ég geri mér vonir um að fá þau á morgun. Allar mínar persónulegu stillingar, en þær eru ótrúlega margar, eru náttúrulega fyrir bí þannig að ég er hálf svona áttavillt á þessa nýju. Er að hugsa um að skýra hana, gefa henni nafn. Hún er af gerðinni Fujitsu Siemens.
Eru einhverjar tillögur?
Góðar stundir
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hvað segirðu um Fíafía feykirófa...það er nú sígild sögupersóna?
Fujitsu = Fíafía
já, þetta er bara góð hugmynd!
Vonandi fæ ég samt meira að velja úr.
Þegar hlutir verða okkur það kærir að okkur langar til að gefa þeim nafn, og jafn vel klappa þeim og strjúka, ber manni að setjast niður og hugsa sinn gang.
(Eða standa upp og fá sér laaaaangan göngutúr)
Fujitsu siemens tölvan mín varð mér svo kær að ég kallaði hana einfald lega "gömlu mína", en það er kannski frekar svona eins og gælunafn... getur maður gefið tölvu gælunafn, mar spyr sig!
ég held að þú eigir að gefa þér svona mánuð í að finna rétta nafnið, þá eruð þið farnar að tengjast sterkari böndum :)
Fússí
Skrifa ummæli