Fann þetta í fórum mínum. Hef skrifað þetta þann 10. september síðastliðinn. Ákvað að henda þessu út núna.
Ágætis helgi að baki. Fór alla leið suður til Reykjavík í afmælisveislu hjá Steinunni Ingu og hennar manni. Þar var boðið upp á exótíska smárétti og guðaveigar. Afskaplega myndarlegt hjá þeim hjónaleysum.
Vaknaði á laugardagsmorgni og komst að því að bílnum mínum hafði verið rænt! Alveg ótrúlegt hvernig sumt fólk getur hagað sér. En sökum einstakra leynilögguhæfileika minna tókst mér með einu símtali að hafa hendur í hári ræningjanna sem ætluðu þó ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þeir heimtuðu lausnargjald fyrir bílinn!! En sú ósvífni! Þeir ætluðust til að ég, sjálfur eigandinn, keypti einhverja klossa, skálar og dempara eða eitthvað svona drasl sem ég veit alveg að hefur ekkert með bíla að gera! Að auki voru þeir búnir að taka fínu álfelgurnar mínar með sumardekkjunum undan bílnum og setja í staðinn einhverjar stálfelgur með nagladekkjum.
mánudagur, janúar 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli