Jæja, nú er hann Arnlaugur búinn að taka allt dótið mitt nema nokkrar lögfræðibækur og nærbuxur. Þeir komu hér um klukkan 16:00, Dússi og hann, og voru búnir að hlaða fullan sendibíl af drasli svona um það bil klukkan 16:01.
Ég sit hér sveitt eftir að hafa hlaupið á eftir þeim inn og út úr húsinu við að reyna að stjórna eitthvað í þessu.
Nú á ég bara eftir að þrífa herbergið samkvæmt Ebbustaðli, læra undir próf og skrifa eina BS ritgerð. Ekki mikið það. Prófið er á miðvikudaginn og eftir það verður brunað í bæinn og reynt að muna eftir öllu sem þarf að redda áður en stefnan er sett á London á mánudag.
Þar verður gist í fjórar nætur og bara reynt að hafa það gott og skemmtilegt þar til hið langa, fyrirkvíðanlega flug verður til Shanghai.
Vona bara að við fáum húsnæði í Shanghai, ekkert nógu hlýtt fyrir tjaldbúskap ennþá.
Ég á ekki von á að kynnast Shanghai neitt sérstaklega vel fyrstu vikurnar þar sem ég þarf að loka mig af og skrifa þessa andskotans ritgerð, ásamt því að mæta jú eitthvað í skólann.
Ég á svona helst von á því að ég komi svo aftur hingað á Bifröst í lok júlí, en enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Það verður þá níundi flutningurinn milli Bifrastar og Reykjavíkur, hugsið ykkur bara? Ekki von að maður sé orðinn leiður á þessu! Ég skil ekki í öðru en hann Arnlaugur fari að segja mér upp sem systur, en hann hefur verið ýmist framkvæmdastjóri, verkamaður, eða bæði, í þessum flutningabransa mínum í öll þessi skipti. Drengur Helgi hefur ekki legið á liði sínu heldur og systkini mín önnur létt mér verulega lífið í öllu því brasi sem fylgir þessu skólabrölti mínu. Ég skil reyndar ekki af hverju þau hafa ekki bara reynt að finna handa mér mann. Það létti þeim væntanlega verulega lífið.
Já, það er gott að eiga góða að!
Lifið heil.
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Úff, það er bara allt að gerast!!!....ég verð nú að viðurkenna að ég kvíði því nú svoldið að hafa ekki Jónínuna á svæðinu það sem eftir lifir vetrar!!....hvar á maður að fá almennilegt kaffi þegar þú ert farin???...jah, maður spyr sig!
Tíminn líður hratt á gervihnattaröld... meira meira hvað þetta flýgur allt áfram og mamman bara að yfirgefa svæðið. Þín verður sárt saknað.
Þú verður ekki í vandræðum með að skúbba restinni af. En ... þín verður sárt saknað, sniff .. Ég saknaði þín í morgun í síðasta tíma skaðabótaréttar. Engar almennilegar athugasemdir úr sal eins og þín er von og vísa í hverjum fyrirlestri.
Ég leita þig uppi þegar þú kemur aftur frá Kína, vertu viss ... þú losnar ekki við mig.
Kossar og knús
Góða ferð í Kínalandið Nína fína!
oh og ég ekki enn búin að koma í heimsókn á Bifröst ;S þú verður eigilega að fara aftur þangað og þá lofa ég að koma ;) en mig langar að hitta þig áður en þú ferð ;) en svo höldum við útskriftaveislu saman í sumar manstu,, grill og læti hjá ma og pa ;) ef ég sé þig ekki þá hafðu það rosa gott ;) knús Þóra frænka
Takk fyrir Hreðavatnsferðina Jónína mín. Það er hér með skjalfest, eins og um var talað, að við MUNUM hittast yfir kaffi og grand við tækifæri!
ÞEGAR þú MUNT hefja nám þitt hér aftur í júlí, er aldrei að vita, kannski það kíki við kunnugleg andlit sem þá verða búsett í RVK... Allavega skjalfest með þessu commenti að Kaffi og Grand var það heillin!
p.s. vona að Kína ferðin gangi hið besta og verði hin mesta upplifun fyrir þig!
Skrifa ummæli